Menning

Nálgumst það sem við viljum

"Þetta námskeið er fyrir alla aldurshópa. Þessi spurning hefur fylgt manni síðan í barndómi og hún fylgir manni eiginlega alla ævina þótt maður finni sér sinn stað í lífinu ef svo má segja. Það eru margir sem eru ekki alveg vissir um hvað þeir vilji gera og langar ef til vill að gera eitthvað allt annað í lífinu. Á námskeiðinu gefum við okkur tíma til að spyrja okkur þessarar spurningar og veltum upp ýmsum leiðum um hvernig við getum nálgast það sem við viljum á skilvirkan hátt. Við verðum að hlusta betur á okkur og hvað við viljum. Oft er mikið að gera hjá fólki og ekki tími til að spyrja sig hvað maður vill raunverulega gera við líf sitt. Á námskeiðinu reynum við að nálgast það sem býr innra með okkur, þrár okkar og drauma, og athuga hvort við getum ekki látið þessa drauma rætast," segir Petrína. Þetta námskeið Árelíu og Petrínu er einkaframtak en þær stöllur koma úr ólíkum áttum. "Ég er prestur og nam guðfræði en Árelía er lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og kennir stjórnun. Við nálgumst því efnið á ólíkan hátt en við byggjum námskeiðið ekki upp á neinni kenningu eða hugmyndafræði. Við höfum verið að vinna mikið með fólki og finnst það afskaplega skemmtilegt og gefandi. Við höfum líka sjálfar spurt okkur þessarar spurningar þannig að við ákváðum að stilla krafta okkar saman og deila okkar hugsunum með öðru fólki." Námskeiðið verður haldið í safnaðarheimili Neskirkju föstudaginn 28. janúar frá klukkan 20 til 22 og laugardaginn 29. janúar frá klukkan 10 til 12 og frá 13 til 17 og verðið er 16.000 krónur. "Við tökum okkur góðan tíma í að velta þessari spurningu fyrir okkur og við byggjum námskeiðið upp á fyrirlestrum og þátttakendur vinna einnig verkefni, bæði upp á eigin spýtur og í hóp. Það koma upp margar hindranir þegar þessari spurningu er kastað fram og við reynum að takast á við þær og komast yfir þær. Við ræðum spurninguna líka en henni er auðvitað ekki svarað einn, tveir og tíu. Fólk er enn að svara henni eftir að námskeiðinu lýkur og getur nýtt sér það sem það lærði á námskeiðinu í framtíðinni. Síðan er magnað hvað hægt er að læra mikið af því að hitta annað fólk á sama reiki." Upplýsingar veita Árelía í síma 660 0741 og Petrína í síma 690 0775.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×