Leyniþjónusta á Íslandi 26. janúar 2005 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra staðfesti á Alþingi í dag að öryggislögreglu- og leyniþjónustustarfsemi færi fram á vegum Ríkislögreglustjóra og sagði að umfang hennar hefði aukist í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Helgi Hjörvar bar fram fyrirspurn í fjórum liðum um málið og spurði ráðherra meðal annars hvort hann teldi að lagaheimildir skorti fyrir þeirri öryggislögreglu- og leyniþjónustustarfsemi sem væri á vegum Ríkislögreglustjóra. Athygli vakti að dómsmálaráðherra gerði ekki athugasemd við þá forsendu sem fyrirspyrjandi gaf sér í fyrirspurninni, þ.e. að slík starfsemi væri þegar hafin hér á landi. Hann sagði að samkvæmt fimmtu grein lögreglulaga væri hlutverk Ríkislögreglustjóra m.a. að starfrækja lögreglurrannsóknardeild sem rannsakaði landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Því var velt upp hvort sérstaka löggjöf þyrfti um starfsemina. Björn svaraði því á þá leið að á það hefði verið bent að skortur á slíkri löggjöf gæti vakið upp spurningar um heimildir lögreglu til aðgerða og eftirgrennslan með málum af þessum toga og nauðsynlegt væri að eyða slíkri óvissu með skýrri löggjöf bæði fyrir þá sem störfuðu á grundvelli hennar og almenning í landinu. Björn sagði að ekki lægi fyrir nein ákvörðun um það hvernig úr þessu yrði bætt. Hann taldi þó ekki brýna þörf á að setja þessa starfsemi undir hatt sérstakrar öryggislögreglu. Og ráðherrann var spurður um umfang starfseminnar. Hann sagði umfangið hafa verið óbreytt undanfarin ár en það hefði aukist nokkuð eins og kunnugt væri í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Engin áform væru hins vegar um að auka umsvif starfseminnar. Hann var spurður nánar um umfang hennar en svaraði ekki. Helgi Hjörvar, fyrirspyrjandi í málinu, segir starfsemi öryggislögreglu og leyniþjónustu hafi legið í þagnargildi og mikil leynd hafi hvílt yfir henni. Hún hafi þó kannski heldur ekki verið umfangsmikil, að minnsta kosti voni hann það. En vegna þess að hún snerti friðhelgi einkalífsins sé mjög mikilvægt að hún sé eins mikið uppi á borðinu og hægt sé og að treysta megi því að ekki sé verið að njósna um almenning nema það séu fullkomlega gildar ástæður fyrir því. Passað verði að menn fari ekki út fyrir eðlileg mörk í leyniþjónustustarfsemi. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra staðfesti á Alþingi í dag að öryggislögreglu- og leyniþjónustustarfsemi færi fram á vegum Ríkislögreglustjóra og sagði að umfang hennar hefði aukist í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Helgi Hjörvar bar fram fyrirspurn í fjórum liðum um málið og spurði ráðherra meðal annars hvort hann teldi að lagaheimildir skorti fyrir þeirri öryggislögreglu- og leyniþjónustustarfsemi sem væri á vegum Ríkislögreglustjóra. Athygli vakti að dómsmálaráðherra gerði ekki athugasemd við þá forsendu sem fyrirspyrjandi gaf sér í fyrirspurninni, þ.e. að slík starfsemi væri þegar hafin hér á landi. Hann sagði að samkvæmt fimmtu grein lögreglulaga væri hlutverk Ríkislögreglustjóra m.a. að starfrækja lögreglurrannsóknardeild sem rannsakaði landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Því var velt upp hvort sérstaka löggjöf þyrfti um starfsemina. Björn svaraði því á þá leið að á það hefði verið bent að skortur á slíkri löggjöf gæti vakið upp spurningar um heimildir lögreglu til aðgerða og eftirgrennslan með málum af þessum toga og nauðsynlegt væri að eyða slíkri óvissu með skýrri löggjöf bæði fyrir þá sem störfuðu á grundvelli hennar og almenning í landinu. Björn sagði að ekki lægi fyrir nein ákvörðun um það hvernig úr þessu yrði bætt. Hann taldi þó ekki brýna þörf á að setja þessa starfsemi undir hatt sérstakrar öryggislögreglu. Og ráðherrann var spurður um umfang starfseminnar. Hann sagði umfangið hafa verið óbreytt undanfarin ár en það hefði aukist nokkuð eins og kunnugt væri í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Engin áform væru hins vegar um að auka umsvif starfseminnar. Hann var spurður nánar um umfang hennar en svaraði ekki. Helgi Hjörvar, fyrirspyrjandi í málinu, segir starfsemi öryggislögreglu og leyniþjónustu hafi legið í þagnargildi og mikil leynd hafi hvílt yfir henni. Hún hafi þó kannski heldur ekki verið umfangsmikil, að minnsta kosti voni hann það. En vegna þess að hún snerti friðhelgi einkalífsins sé mjög mikilvægt að hún sé eins mikið uppi á borðinu og hægt sé og að treysta megi því að ekki sé verið að njósna um almenning nema það séu fullkomlega gildar ástæður fyrir því. Passað verði að menn fari ekki út fyrir eðlileg mörk í leyniþjónustustarfsemi.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira