Segir við orkufyrirtækin að sakast 27. janúar 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir verðhækkanir á raforku í kjölfar nýrra raforkulaga bersýnilega stafa af því að orkufyrirtækin hafi notað tækifærið til að bæta hag sinn. Þetta kom fram á Alþingi í dag. Þar boðaði ráðherrann jafnframt auknar niðurgreiðslur ríkissjóðs til að milda verðhækkanir í strjálbýli þannig að þær færu ekki upp fyrir tíu prósent. Dæmi hafa birst af allt að 45 prósenta hækkun raforkuverðs og hafa þar sérstaklega verið nefndir sveitabæir á Vestfjörðum. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði á þingi í dag að allir sæju það að Vestfirðingar gætu ekki samþykkt það og því hlytu þeir að bregðast við þeim hrikalegu staðreyndum og skelfilegu hækkunum. Þeir myndu ekki láta þessa holskeflu ríða yfir sig. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fór yfir málið á Alþingi í dag og taldi fullmikið hafa verið gert úr hækkunum en lítið fjallað um verðlækkanir, sem hún sagði einnig verulegar. Helstu skýringar á því hvers vegna verð á rafmagni virtist hafa hækkað umfram almennt verðlag sagði hún vera að orkufyrirtækin notuðu tækifærið til að bæta hag sinn enda hefði afkoma margra þeirra verið fremur bágborin. Hún beindi spjótum sínum meðal annars að Landsvirkjun og sagði ekki væri annað séð en að Landsnetið og móðurfyrirtæki þess, Landsvirkjun, væru til samans að bæta hag sinn með gjaldskrárbreytingum sem einar og sér gætu valdið um tveggja prósenta hækkun á raforkuverði. Miklar hækkanir í strjálbýli rakti hún hins vegar til þess að ranglæti hefði verið afnumið en það fólst í millifærslum þannig að íbúar í þéttbýli á landsbyggðinni voru látnir greiða niður verð til sveitabæja. Valgerður tilkynnti hins vegar að ríkisvaldið myndi grípa inn með auknum niðurgreiðslum um allt að 135 milljónir króna þannig að enginn sem byggi við húshitun með raforku yrði að þola meiri en tíu prósenta hækkun. Þessari yfirlýsingu var sérstaklega fagnað af Einar K. Guðfinnssyni. Hann sagði að það gæfi augaleið að menn gætu ekki látið það yfir sig ganga að verð á raforku hækkaði um 45 prósent, jafnvel á svæðum þar sem tekjurnar væru lægstar. Þess vegna fagnaði hann yfirlýsingu iðnaðarráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir verðhækkanir á raforku í kjölfar nýrra raforkulaga bersýnilega stafa af því að orkufyrirtækin hafi notað tækifærið til að bæta hag sinn. Þetta kom fram á Alþingi í dag. Þar boðaði ráðherrann jafnframt auknar niðurgreiðslur ríkissjóðs til að milda verðhækkanir í strjálbýli þannig að þær færu ekki upp fyrir tíu prósent. Dæmi hafa birst af allt að 45 prósenta hækkun raforkuverðs og hafa þar sérstaklega verið nefndir sveitabæir á Vestfjörðum. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagði á þingi í dag að allir sæju það að Vestfirðingar gætu ekki samþykkt það og því hlytu þeir að bregðast við þeim hrikalegu staðreyndum og skelfilegu hækkunum. Þeir myndu ekki láta þessa holskeflu ríða yfir sig. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fór yfir málið á Alþingi í dag og taldi fullmikið hafa verið gert úr hækkunum en lítið fjallað um verðlækkanir, sem hún sagði einnig verulegar. Helstu skýringar á því hvers vegna verð á rafmagni virtist hafa hækkað umfram almennt verðlag sagði hún vera að orkufyrirtækin notuðu tækifærið til að bæta hag sinn enda hefði afkoma margra þeirra verið fremur bágborin. Hún beindi spjótum sínum meðal annars að Landsvirkjun og sagði ekki væri annað séð en að Landsnetið og móðurfyrirtæki þess, Landsvirkjun, væru til samans að bæta hag sinn með gjaldskrárbreytingum sem einar og sér gætu valdið um tveggja prósenta hækkun á raforkuverði. Miklar hækkanir í strjálbýli rakti hún hins vegar til þess að ranglæti hefði verið afnumið en það fólst í millifærslum þannig að íbúar í þéttbýli á landsbyggðinni voru látnir greiða niður verð til sveitabæja. Valgerður tilkynnti hins vegar að ríkisvaldið myndi grípa inn með auknum niðurgreiðslum um allt að 135 milljónir króna þannig að enginn sem byggi við húshitun með raforku yrði að þola meiri en tíu prósenta hækkun. Þessari yfirlýsingu var sérstaklega fagnað af Einar K. Guðfinnssyni. Hann sagði að það gæfi augaleið að menn gætu ekki látið það yfir sig ganga að verð á raforku hækkaði um 45 prósent, jafnvel á svæðum þar sem tekjurnar væru lægstar. Þess vegna fagnaði hann yfirlýsingu iðnaðarráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira