Innlent

Jafnréttisákvæðin verði hert

Framsóknarkonur ætla að leggja það fram á flokksþingi að það verði sett í lög félagsins að hvort kynið skipi ekki minna en 40 prósent af öllum ábyrgðarstöðum og framboðslistum. Bryndís Bjarnarson, formaður jafnréttisnefndar Framsóknarflokksins segist eiga von á að fá tillöguna samþykkta. "Þetta verður til þess að fléttulistar verði teknir upp í Framsóknarflokknum og verðum við hugsanlega fyrst allra stjórnmálaflokka til þess," segir hún. "Þó að flestum sé ljóst að jafnréttisáætluninni er auðvitað ætlað að styrkja og bæta hlut kvenna í öllu starfi flokksins þá hafa sumir til dæmis viljað túlka áætlunina svo að ekki væri átt við ráðherra flokksins," segir Una María Óskarsdóttir, formaður LFK.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×