Könnunin skemmtilegt gisk 3. febrúar 2005 00:01 Einungis rúm tuttugu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja að Össur Skarphéðinsson verði endurkjörinn formaður á landsfundi í vor. Yfirgnæfandi meirihluti er á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Össur segist hvergi banginn. Tveir þriðju hlutar landsmanna telja mestar líkur á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði valin formaður Samfylkingarinnar í vor en aðeins þriðjungur telur Össur Skarphéðinsson líklegri til að hreppa hnossið, samkvæmt könnuninni sem var gerð 1. febrúar síðastliðinn og var hringt í 800 manns. Ríflega áttatíu prósent svöruðu. Sé einungis tekið tillit til þeirra sem segjast kjósendur Samfylkingarinnar er munurinn enn meiri því í þeim hópi telja 77 prósent Ingibjörgu Sólrúnu sigurstranglegri en ríflega 21 prósent er á því að Össur verði endurkjörinn. Tekið skal fram að þar sem aðeins hundrað og sextíu af þeim sem spurðir voru kváðust Samfylkingarmenn er niðurstaðan ekki marktæk en gefur engu að síður vísbendingu um stöðuna innan flokksins. Össur segir könnunina í raun skemmtilegt gisk Fréttablaðsins. Spurt sé „hverju menn spái“ en „ekki hvað menn vilji“. Það sé stór galli á könnuninni. Og hann segir engum blöðum um það að fletta að fyrrverandi borgarstjóri og næstöflugasti stjórnmálamaður landsins um langt skeið komi sterkur inn í svona baráttu. „Ég er hins vegar alfarið þeirrar skoðunar eftir að hafa farið um landið að ég stend miklu betur í hinum virka kjarna flokksmanna en kemur þarna fram,“ segir Össur og kveðst eiga von á að myndin eigi eftir að breytast þegar nær dregur kosningunum. Niðurstöðurnar eru þó mjög afgerandi, hvernig sem aðferðarfræðin er, og Össur getur ekki annað en játað því. „Það má örugglega draga þá ályktun af þessari niðurstöðu að ég sé ekki með vindinn í bakið,“ segir formaðurinn. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir fréttir þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir spurningu Fréttablaðsins vissulega skipta máli því spurt hafi verið um hver sé talinn líklegur sigurvegari, en ekki hvern menn vilji helst. Hann segir sérstaklega athyglisvert að allmikill munur sé á viðhorfum kjósenda Samfylkingarinnar og kjósenda annarra flokka. Svanur telur að fylgismenn Ingibjargar Sólrúnar geti nú lagst út af og slappað af en menn Össurar ákveðið að berjast. Og gerist það sé allt opið. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Einungis rúm tuttugu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja að Össur Skarphéðinsson verði endurkjörinn formaður á landsfundi í vor. Yfirgnæfandi meirihluti er á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði formaður, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Össur segist hvergi banginn. Tveir þriðju hlutar landsmanna telja mestar líkur á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði valin formaður Samfylkingarinnar í vor en aðeins þriðjungur telur Össur Skarphéðinsson líklegri til að hreppa hnossið, samkvæmt könnuninni sem var gerð 1. febrúar síðastliðinn og var hringt í 800 manns. Ríflega áttatíu prósent svöruðu. Sé einungis tekið tillit til þeirra sem segjast kjósendur Samfylkingarinnar er munurinn enn meiri því í þeim hópi telja 77 prósent Ingibjörgu Sólrúnu sigurstranglegri en ríflega 21 prósent er á því að Össur verði endurkjörinn. Tekið skal fram að þar sem aðeins hundrað og sextíu af þeim sem spurðir voru kváðust Samfylkingarmenn er niðurstaðan ekki marktæk en gefur engu að síður vísbendingu um stöðuna innan flokksins. Össur segir könnunina í raun skemmtilegt gisk Fréttablaðsins. Spurt sé „hverju menn spái“ en „ekki hvað menn vilji“. Það sé stór galli á könnuninni. Og hann segir engum blöðum um það að fletta að fyrrverandi borgarstjóri og næstöflugasti stjórnmálamaður landsins um langt skeið komi sterkur inn í svona baráttu. „Ég er hins vegar alfarið þeirrar skoðunar eftir að hafa farið um landið að ég stend miklu betur í hinum virka kjarna flokksmanna en kemur þarna fram,“ segir Össur og kveðst eiga von á að myndin eigi eftir að breytast þegar nær dregur kosningunum. Niðurstöðurnar eru þó mjög afgerandi, hvernig sem aðferðarfræðin er, og Össur getur ekki annað en játað því. „Það má örugglega draga þá ályktun af þessari niðurstöðu að ég sé ekki með vindinn í bakið,“ segir formaðurinn. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir fréttir þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir spurningu Fréttablaðsins vissulega skipta máli því spurt hafi verið um hver sé talinn líklegur sigurvegari, en ekki hvern menn vilji helst. Hann segir sérstaklega athyglisvert að allmikill munur sé á viðhorfum kjósenda Samfylkingarinnar og kjósenda annarra flokka. Svanur telur að fylgismenn Ingibjargar Sólrúnar geti nú lagst út af og slappað af en menn Össurar ákveðið að berjast. Og gerist það sé allt opið.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira