Óeðlileg tengsl? Guðmundur Magnússon skrifar 3. febrúar 2005 00:01 Þegar Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands lýsti á dögunum yfir stuðningi við formannsframboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Samfylkingunni varð af því nokkurt uppnám. Stuðningsmenn Össurar voru ósáttir og töldu að verið væri að misnota verkalýðshreyfinguna í þágu keppinautarins. Höfðu ýmsir skilið Gylfa þannig að Alþýðusambandið styddi framboð Ingibjargar Sólrúnar. Fram komu síðan aðrir áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni og kváðust styðja Össur.Utan Samfylkingarinnar stöldruðu menn við þessar flokkspólitísku yfirlýsingar frammámanna í verkalýðshreyfingunni. Upp úr því hefur sprottið umræða um tengsl verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka. Hafa forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga komið í fjölmiðla til að leggja áherslu á að kjarabaráttan eigi að vera fagleg og ekki megi blanda verkalýðsfélögunum, hvað þá heildarsamtökum þeirra, Alþýðusambandinu, inn í flokkspólitíska baráttu. Í árdaga íslenskrar verkalýðshreyfingar var enginn greinarmunur gerður á stjórnmálabaráttu og kjarabaráttu. Í samræmi við norræna hefð voru Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið eitt og sama fyrirbærið og hélst sú skipan frá stofnun 1916 til 1940 þegar skorið var á tengslin vegna mikillar óánægju með þau. Blasir líka við hve afkáraleg sú skipan er að stéttarfélag eða samband sem semur um kaup og kjör í krafti skylduaðildar verkafólks sé jafnframt stjórnmálaflokkur sem kannski aðeins hluti félagsmanna styður. Þrátt fyrir hinn formlega aðskilnað kjarabaráttu og stjórnmála var mjög rík hneigð innan verkalýðshreyfingarinnar að beita henni í þágu stjórnmálabaráttunnar. Árið 1956 mátti heita að Alþýðubandalagið, sem þá var kosningabandalag Sósíalistaflokksins og klofningsmanna úr Alþýðuflokknum, og Alþýðusambandið væru runnin saman í eina hreyfingu, en í þingkosningunum þetta ár lýsti ASÍ yfir stuðningi við kosningabandalagið. Í raun varð Alþýðusambandið ekki algerlega faglega sjálfstætt fyrr en liðið var á áttunda áratuginn. Síðustu árin hafa verkalýðsforingjar ekki virst sýna því áhuga að blanda saman stjórnmálabaráttunni og kjarabaráttunni. Þess vegna vakti það nokkra undrun síðsumars í fyrra þegar fréttist að forseti Alþýðusambandsins, Grétar Þorsteinsson, sæti á fundi með formönnum norrænna jafnaðarmannaflokka og formanni Samfylkingarinnar en fundur þessi var haldinn í Viðey til að ræða sameiginleg áhugamál norrænnar verkalýðshreyfingar og jafnaðarmannaflokka. Hefði það verið prívatpersónan Grétar Þorsteinsson sem þarna fundaði hefði enginn athugasemd komið. Menn geta verið verkalýðsleiðtogar og forystumenn í stjórnmálaflokki án þess að það komi að sök eins og dæmi Ögmundar Jónassonar formanns BSRB og þingsmanns Vinstri grænna sannar. En í ljós kom að Grétar var þarna á vegum Alþýðusambandsins og var upplýst að í ársbyrjun 2000 hafði sambandið formlega gerst aðili að SAMAK, samstarfsnefnd norrænna verkalýðssambanda og jafnaðarmannaflokka. Þetta eru hápólitísk samtök sem meðal annars eru mjög hlynnt Evrópusambandinu og vilja að Norðurlöndin öll gerist aðilar að því. Réttlæting ASÍ-manna fyrir aðildinni er að þarna sé vettvangur skoðanaskipta, upplýsinga og kynna sem séu íslenskri verkalýðshreyfingu dýrmæt. Vel má vera að fundirnir geti verið gagnlegir að þessu leyti, en hitt er augljóst að aðildin stríðir gegn meginstefnu verkalýðshreyfingarinnar undanfarna áratugi, að standa á eigin fótum og vera sjálfstæð gagnvart stjórnmálaflokkum. Þessi stefna á vaxandi fylgi að fagna annars staðar á Norðurlöndum og í Danmörku hefur orðið formlegur aðskilnaður hreyfingar og flokks jafnaðarmanna. Í Noregi og Svíþjóð hníga umræður í sömu átt en hefðin er enn sterk. Mál þetta hlýtur að koma að nýju til umræðu á vettvangi Alþýðusambandsins. Umhugsunarefni er líka hvort Alþingi, sem á ári hverju veitir háum upphæðum af almannafé til sambandsins, eigi ekki að gera það að skilyrði fyrir áframhaldandi framlögum að sambandið slíti öll formleg pólitísk tengsl sín og verði eingöngu fagleg samtök launafólks. Er það ekki sanngjörn krafa?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Þegar Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands lýsti á dögunum yfir stuðningi við formannsframboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Samfylkingunni varð af því nokkurt uppnám. Stuðningsmenn Össurar voru ósáttir og töldu að verið væri að misnota verkalýðshreyfinguna í þágu keppinautarins. Höfðu ýmsir skilið Gylfa þannig að Alþýðusambandið styddi framboð Ingibjargar Sólrúnar. Fram komu síðan aðrir áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni og kváðust styðja Össur.Utan Samfylkingarinnar stöldruðu menn við þessar flokkspólitísku yfirlýsingar frammámanna í verkalýðshreyfingunni. Upp úr því hefur sprottið umræða um tengsl verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka. Hafa forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga komið í fjölmiðla til að leggja áherslu á að kjarabaráttan eigi að vera fagleg og ekki megi blanda verkalýðsfélögunum, hvað þá heildarsamtökum þeirra, Alþýðusambandinu, inn í flokkspólitíska baráttu. Í árdaga íslenskrar verkalýðshreyfingar var enginn greinarmunur gerður á stjórnmálabaráttu og kjarabaráttu. Í samræmi við norræna hefð voru Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið eitt og sama fyrirbærið og hélst sú skipan frá stofnun 1916 til 1940 þegar skorið var á tengslin vegna mikillar óánægju með þau. Blasir líka við hve afkáraleg sú skipan er að stéttarfélag eða samband sem semur um kaup og kjör í krafti skylduaðildar verkafólks sé jafnframt stjórnmálaflokkur sem kannski aðeins hluti félagsmanna styður. Þrátt fyrir hinn formlega aðskilnað kjarabaráttu og stjórnmála var mjög rík hneigð innan verkalýðshreyfingarinnar að beita henni í þágu stjórnmálabaráttunnar. Árið 1956 mátti heita að Alþýðubandalagið, sem þá var kosningabandalag Sósíalistaflokksins og klofningsmanna úr Alþýðuflokknum, og Alþýðusambandið væru runnin saman í eina hreyfingu, en í þingkosningunum þetta ár lýsti ASÍ yfir stuðningi við kosningabandalagið. Í raun varð Alþýðusambandið ekki algerlega faglega sjálfstætt fyrr en liðið var á áttunda áratuginn. Síðustu árin hafa verkalýðsforingjar ekki virst sýna því áhuga að blanda saman stjórnmálabaráttunni og kjarabaráttunni. Þess vegna vakti það nokkra undrun síðsumars í fyrra þegar fréttist að forseti Alþýðusambandsins, Grétar Þorsteinsson, sæti á fundi með formönnum norrænna jafnaðarmannaflokka og formanni Samfylkingarinnar en fundur þessi var haldinn í Viðey til að ræða sameiginleg áhugamál norrænnar verkalýðshreyfingar og jafnaðarmannaflokka. Hefði það verið prívatpersónan Grétar Þorsteinsson sem þarna fundaði hefði enginn athugasemd komið. Menn geta verið verkalýðsleiðtogar og forystumenn í stjórnmálaflokki án þess að það komi að sök eins og dæmi Ögmundar Jónassonar formanns BSRB og þingsmanns Vinstri grænna sannar. En í ljós kom að Grétar var þarna á vegum Alþýðusambandsins og var upplýst að í ársbyrjun 2000 hafði sambandið formlega gerst aðili að SAMAK, samstarfsnefnd norrænna verkalýðssambanda og jafnaðarmannaflokka. Þetta eru hápólitísk samtök sem meðal annars eru mjög hlynnt Evrópusambandinu og vilja að Norðurlöndin öll gerist aðilar að því. Réttlæting ASÍ-manna fyrir aðildinni er að þarna sé vettvangur skoðanaskipta, upplýsinga og kynna sem séu íslenskri verkalýðshreyfingu dýrmæt. Vel má vera að fundirnir geti verið gagnlegir að þessu leyti, en hitt er augljóst að aðildin stríðir gegn meginstefnu verkalýðshreyfingarinnar undanfarna áratugi, að standa á eigin fótum og vera sjálfstæð gagnvart stjórnmálaflokkum. Þessi stefna á vaxandi fylgi að fagna annars staðar á Norðurlöndum og í Danmörku hefur orðið formlegur aðskilnaður hreyfingar og flokks jafnaðarmanna. Í Noregi og Svíþjóð hníga umræður í sömu átt en hefðin er enn sterk. Mál þetta hlýtur að koma að nýju til umræðu á vettvangi Alþýðusambandsins. Umhugsunarefni er líka hvort Alþingi, sem á ári hverju veitir háum upphæðum af almannafé til sambandsins, eigi ekki að gera það að skilyrði fyrir áframhaldandi framlögum að sambandið slíti öll formleg pólitísk tengsl sín og verði eingöngu fagleg samtök launafólks. Er það ekki sanngjörn krafa?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun