Segir valdaráni afstýrt 5. febrúar 2005 00:01 Naumlega tókst að afstýra valdaráni þegar laganefnd Framsóknarflokksins komst að þeirri niðurstöðu í gærkvöld að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, hefði verið ólöglegur, að mati Unu Maríu Óskarsdóttir varaformanns. Aðalheiður Sigursveinsdóttir sem var stjórnarmaður í Freyju segir gleðilegt að nýjar aðildarkonur hafi verið hreinsaðar af áburði um vafasaman tilgang með veru sinni í félaginu. Aðalfundurinn var úrskurðaður ólöglegur þar sem láðst hafði að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn en ekki vegna þess að 43 konur gengu í félagið daginn sem hann var haldinn, gerðu þar hallarbyltingu og félldu tvær konur úr stjórninni. Önnur þeirra var Una María Óskarsdóttir, varaformaður Freyju og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur í umhverfisráðuneytinu. Það var einmitt Siv sem vakti athygli á málinu. Una segir að Freyjukonur í Kópavogi séu ánægðar með úrskurð laganefndar. Með honum hafi tekist að afstýra valdaráni. Það sé mjög alvarlegt mál þegar þingmaður úr öðru kjördæmi verði uppvís að því að hafa afskipti af félagsstarfi Freyjukvenna í Kópavogi með beinum og opinberum hætti. Slíkt vinnubrögð hafi ekki tíðkast áður í Framsóknarflokknum og margir telja þau ósæmandi og ósiðleg fyrir Framsóknarflokkinn. Því var haldið fram að hallarbyltingin svokallaða væri liður í valdatafli bræðranna Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra og varþingmanns. Aðalheiður Sigursveinsdóttir, eiginkona Páls, sem var í fylkingarbrjósti nýliðanna í Freyju hefur alfarið vísað því á bug. Hún segir að nýliðarnir séu mjög ánægðir með það að vinnubrögð þeirra hafi ekki verið kærð. Þær komi sáttar út úr þessu. Ekkert sé ólöglegt við það sem nýliðarnir hafi sagt og gert í aðdraganda fundarins, á honum og eftir hann. Nýju konurnar séu hins vegar óánægðar með að fundurinn hafi verið dæmdur ólöglegur vegna þess að stjórnin hafi ekki leitað samþykktar á lögum sem félagið vinni eftir. Aðspurð hvort hinar nýju Freyjukonur hyggist reyna áfram fyrir sér í stjórnunarstörfum fyrir Freyju segir Aðalheiður að svo verði. Þær séu komnar inn til þess að taka þátt í öflugu félagsstarfi og voni að þeim verði betur tekið næst. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Naumlega tókst að afstýra valdaráni þegar laganefnd Framsóknarflokksins komst að þeirri niðurstöðu í gærkvöld að aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, hefði verið ólöglegur, að mati Unu Maríu Óskarsdóttir varaformanns. Aðalheiður Sigursveinsdóttir sem var stjórnarmaður í Freyju segir gleðilegt að nýjar aðildarkonur hafi verið hreinsaðar af áburði um vafasaman tilgang með veru sinni í félaginu. Aðalfundurinn var úrskurðaður ólöglegur þar sem láðst hafði að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn en ekki vegna þess að 43 konur gengu í félagið daginn sem hann var haldinn, gerðu þar hallarbyltingu og félldu tvær konur úr stjórninni. Önnur þeirra var Una María Óskarsdóttir, varaformaður Freyju og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur í umhverfisráðuneytinu. Það var einmitt Siv sem vakti athygli á málinu. Una segir að Freyjukonur í Kópavogi séu ánægðar með úrskurð laganefndar. Með honum hafi tekist að afstýra valdaráni. Það sé mjög alvarlegt mál þegar þingmaður úr öðru kjördæmi verði uppvís að því að hafa afskipti af félagsstarfi Freyjukvenna í Kópavogi með beinum og opinberum hætti. Slíkt vinnubrögð hafi ekki tíðkast áður í Framsóknarflokknum og margir telja þau ósæmandi og ósiðleg fyrir Framsóknarflokkinn. Því var haldið fram að hallarbyltingin svokallaða væri liður í valdatafli bræðranna Árna Magnússonar félagsmálaráðherra og Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra og varþingmanns. Aðalheiður Sigursveinsdóttir, eiginkona Páls, sem var í fylkingarbrjósti nýliðanna í Freyju hefur alfarið vísað því á bug. Hún segir að nýliðarnir séu mjög ánægðir með það að vinnubrögð þeirra hafi ekki verið kærð. Þær komi sáttar út úr þessu. Ekkert sé ólöglegt við það sem nýliðarnir hafi sagt og gert í aðdraganda fundarins, á honum og eftir hann. Nýju konurnar séu hins vegar óánægðar með að fundurinn hafi verið dæmdur ólöglegur vegna þess að stjórnin hafi ekki leitað samþykktar á lögum sem félagið vinni eftir. Aðspurð hvort hinar nýju Freyjukonur hyggist reyna áfram fyrir sér í stjórnunarstörfum fyrir Freyju segir Aðalheiður að svo verði. Þær séu komnar inn til þess að taka þátt í öflugu félagsstarfi og voni að þeim verði betur tekið næst.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira