Sport

Hill í skýjunum með Stjörnuleik

Grant Hill, leikmaður Orlando Magic, trúði vart eigin eyrum þegar honum var tilkynnt að hann væri í byrjunarliði Austurdeildarinnar í Stjörnuleik NBA sem fram fer í Denver sunnudaginn þann 20. febrúar. Eftir fjögur tímabil af meiðslum og fimm uppskurði á ökkla, voru fáir sem að veðjuðu á að Hill ætti sér viðreisnarvon í NBA-boltanum. "Þetta small allt saman og þetta er í raun bara skemmtilegt áfall," sagði Hill sem hlaut tæplega 1,5 milljón atkvæða. "Ég hafði áform uppi um að nota þetta tímabil til að koma mér í lag fyrir næsta tímabil. Þetta er mér í raun meira virði en síðustu sex skipti þegar ég lék í Stjörnuleik." Orlando Magic hefur svo sannarlega notið góðs af Hill sem ber þess lítil merki að hafa misst úr fjögur tímabil vegna meiðsla. Hill hendir sér í golfið tvisvar til þrisvar í hverjum leik í baráttunni um boltann og henti sér m.a. yfir ritaraborðið í Atlanta á laugardaginn var í leik gegn Hawks. "Ég er bara ekkert að hugsa um meiðslin," sagði Hill. "Ég er bara að spila."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×