Kippur kominn í kosningabaráttuna 7. febrúar 2005 00:01 Fjörkippur er loksins hlaupinn í kosningabaráttuna í Danmörku en þar verður kosið til þings á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að það dragi saman með stjórn og stjórnarandstöðu. Sighvatur Jónsson fylgist með kosningabaráttunni í Danmörku. Stjórnin heldur þó velli samkvæmt skoðanakönnun Megafone sem birt var í morgun. Frjálslyndi flokkurinn, Venstre og Íhaldsflokkurinn mynda stjórnina hér í Danmörku með stuðningi danska Þjóðarflokksins og samtals hafa flokkarnir 98 þingsæti af 179. Samkvæmt könnuninni missir stjórnin fimm menn og fær 93 þingsæti. Allt getur gerst segir Mogens Lykketoft, formaður Jafnaðarmannaflokksins, í fjölmiðlum en umræða um útreið flokksins hefur verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum. Jafnaðarmenn mælast nú með 25% fylgi, fjórum prósentum minna en í kosningunum 2001. Venstre, flokkur forsætisráðherrans Anders Fogh Rasmussens, mælist með 29%, tveimur prósentum minna en fyrir fjórum árum. Stuðningsflokkurinn, Þjóðarflokkurinn, stendur í stað með 12% en mesta athygli vekur að róttækir vinstrimenn, gamalt klofningsframboð frá Venstre, bætir við sig og mælist nú með 10% fylgi en fékk 5% í síðustu kosningum. Formaður þess flokks, Marianne Jelved, gæti því verið í ansi áhugaverðri stöðu að loknum kosningunum en hefur þó sagt að hún vilji stjórnarskipti. Viðbrögð Venstre við þessari þróun eru þau að varaformaðurinn segir að atkvæði til róttækra sé atkvæði greitt jafnaðarmönnum. Jafnaðarmenn tala mikið um danska lífeyrissjóðskerfið á endasprettinum sem umræða hefur verið um að geti ekki staðið undir sér í framtíðinni. Ég sat núna hádegisfund með Svend Auken sem var fomaður jafnaðarmanna á árunum 1987-1992 og hann talaði um nauðsyn þess að atvinnurekendur komi að því að skapa fleiri störf fyrir fólk yfir fimmtugt. Hann talaði einnig um framtíð Lykketofts og sagði hana trygga, hver svo sem kosningaúrslitin verða. Það er sem sagt hiti í lokaspretti kosningabaráttunar í Danmörku en danska veðurstofan spáir ágætu kosningaveðri, sólríku og hitastigi um frostmark. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira
Fjörkippur er loksins hlaupinn í kosningabaráttuna í Danmörku en þar verður kosið til þings á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að það dragi saman með stjórn og stjórnarandstöðu. Sighvatur Jónsson fylgist með kosningabaráttunni í Danmörku. Stjórnin heldur þó velli samkvæmt skoðanakönnun Megafone sem birt var í morgun. Frjálslyndi flokkurinn, Venstre og Íhaldsflokkurinn mynda stjórnina hér í Danmörku með stuðningi danska Þjóðarflokksins og samtals hafa flokkarnir 98 þingsæti af 179. Samkvæmt könnuninni missir stjórnin fimm menn og fær 93 þingsæti. Allt getur gerst segir Mogens Lykketoft, formaður Jafnaðarmannaflokksins, í fjölmiðlum en umræða um útreið flokksins hefur verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum. Jafnaðarmenn mælast nú með 25% fylgi, fjórum prósentum minna en í kosningunum 2001. Venstre, flokkur forsætisráðherrans Anders Fogh Rasmussens, mælist með 29%, tveimur prósentum minna en fyrir fjórum árum. Stuðningsflokkurinn, Þjóðarflokkurinn, stendur í stað með 12% en mesta athygli vekur að róttækir vinstrimenn, gamalt klofningsframboð frá Venstre, bætir við sig og mælist nú með 10% fylgi en fékk 5% í síðustu kosningum. Formaður þess flokks, Marianne Jelved, gæti því verið í ansi áhugaverðri stöðu að loknum kosningunum en hefur þó sagt að hún vilji stjórnarskipti. Viðbrögð Venstre við þessari þróun eru þau að varaformaðurinn segir að atkvæði til róttækra sé atkvæði greitt jafnaðarmönnum. Jafnaðarmenn tala mikið um danska lífeyrissjóðskerfið á endasprettinum sem umræða hefur verið um að geti ekki staðið undir sér í framtíðinni. Ég sat núna hádegisfund með Svend Auken sem var fomaður jafnaðarmanna á árunum 1987-1992 og hann talaði um nauðsyn þess að atvinnurekendur komi að því að skapa fleiri störf fyrir fólk yfir fimmtugt. Hann talaði einnig um framtíð Lykketofts og sagði hana trygga, hver svo sem kosningaúrslitin verða. Það er sem sagt hiti í lokaspretti kosningabaráttunar í Danmörku en danska veðurstofan spáir ágætu kosningaveðri, sólríku og hitastigi um frostmark.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sjá meira