Innlent

Vilja breytingar á útvarpslögum

"Okkar mat er að ríkið eigi ekki að skipta sér af einkarekstri með neinum hætti og frumvarpið er í fullu samræmi við þá skoðun okkar," segir Hafsteinn Þ. Hauksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hefur sambandið útbúið frumvarp til breytinga á útvarpslögum vegna þeirrar niðurstöðu útvarpsréttarnefndar að útsendingar Skjás eins á knattspyrnuleikjum frá Englandi með enskum þulum brjóti í bága við útvarpslög. Hafsteinn segir unga sjálfsstæðismenn alla tíð hafa verið á þeirri skoðun að breyta þurfi útvarpslögunum sem fyrst og færa til nýrri tíma. "Útvarpslögin eru mjög ströng og ef farið yrði alveg eftir bókinni hvað varðar ýmis ákvæði þar þá er það okkar skoðun að komið væri út á mjög vafasamar brautir. Nauðsyn er til að breyta þessum lögum sem allra fyrst enda sjá flestir í hendi sér að þetta gengur ekki svona lengur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×