Efast um trúverðugleikann 10. febrúar 2005 00:01 "Við erum að tala um trúverðugleika ríkisstjórnarinnar og hvort hæstvirtur forsætisráðherra Íslands fari með rétt mál," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í umræðu um Íraksmálið á Alþingi í gær. Tilefnið var viðtal við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem sýnt var á Stöð 2 kvöldið áður, er rætt var um aðdraganda ákvörðunar forsætisráðherra og utanríkisráðherra um stuðning Íslands við innrásina í Írak í mars 2003. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, benti á að í viðtalinu hefði Halldór staðfest að það hefði verið þrýstingur Bandaríkjamanna sem leiddi til þessarar ákvörðunar. "Það kom líka fram að varnarhagsmunir hefðu blandast inn í. Forsætisráðherra afsakaði þetta með því að segja að ef beiðni frá 60 ára vinaþjóð hefði verið hafnað hefði orðið veruleg stefnubreyting í öryggis- og varnarmálum okkar. Það er rangt. Þarna var um ólögmætt innrásarstríð að ræða eins og Kofi Annan, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur manna best rökstutt. Það sem felur í sér stefnubreytingu er það að Ísland skuli styðja einhliða innrásarstríð, sem er ólögmætt, og það er líka stefnubreyting að ákvörðunin skuli hafa verið tekin án lögskipaðs samráðs við utanríkismálanefnd," sagði Össur. Halldór sagði að Össur færi með rangt mál. "Ég sagði í þessu viðtali að það væru engin bein tengsl. Ef það kemur honum á óvart að það sé náið samstarf í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands þá er ég furðu lostinn yfir því," sagði Halldór. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, benti á að ekki væri stafkrókur bókaður um málið í Stjórnarráði Íslands. "Það eru engin skrifleg gögn til. Það var aldrei tekin nein formleg ákvörðun á fundi," sagði hann. Össur spurði að því hvers vegna ákvörðunin hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn. "Getur skýringin verið sú að innan ríkisstjórnarinnar hafi verið menn sem hafi verið andstæðir þessu, eins og hæstvirtur landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson? Hver er skýringin á því að það var ekki lagt í að ræða þetta í þingflokknum? Getur hún verið sú að það hafi verið fimm þingmenn Framsóknarflokksins sem ekki hafi verið sammála þessu? Er skýringin sú að hæstvirt ríkisstjórn hafði ekki þingmeirihluta fyrir þessu?" sagði Össur. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
"Við erum að tala um trúverðugleika ríkisstjórnarinnar og hvort hæstvirtur forsætisráðherra Íslands fari með rétt mál," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, í umræðu um Íraksmálið á Alþingi í gær. Tilefnið var viðtal við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem sýnt var á Stöð 2 kvöldið áður, er rætt var um aðdraganda ákvörðunar forsætisráðherra og utanríkisráðherra um stuðning Íslands við innrásina í Írak í mars 2003. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, benti á að í viðtalinu hefði Halldór staðfest að það hefði verið þrýstingur Bandaríkjamanna sem leiddi til þessarar ákvörðunar. "Það kom líka fram að varnarhagsmunir hefðu blandast inn í. Forsætisráðherra afsakaði þetta með því að segja að ef beiðni frá 60 ára vinaþjóð hefði verið hafnað hefði orðið veruleg stefnubreyting í öryggis- og varnarmálum okkar. Það er rangt. Þarna var um ólögmætt innrásarstríð að ræða eins og Kofi Annan, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur manna best rökstutt. Það sem felur í sér stefnubreytingu er það að Ísland skuli styðja einhliða innrásarstríð, sem er ólögmætt, og það er líka stefnubreyting að ákvörðunin skuli hafa verið tekin án lögskipaðs samráðs við utanríkismálanefnd," sagði Össur. Halldór sagði að Össur færi með rangt mál. "Ég sagði í þessu viðtali að það væru engin bein tengsl. Ef það kemur honum á óvart að það sé náið samstarf í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands þá er ég furðu lostinn yfir því," sagði Halldór. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, benti á að ekki væri stafkrókur bókaður um málið í Stjórnarráði Íslands. "Það eru engin skrifleg gögn til. Það var aldrei tekin nein formleg ákvörðun á fundi," sagði hann. Össur spurði að því hvers vegna ákvörðunin hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn. "Getur skýringin verið sú að innan ríkisstjórnarinnar hafi verið menn sem hafi verið andstæðir þessu, eins og hæstvirtur landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson? Hver er skýringin á því að það var ekki lagt í að ræða þetta í þingflokknum? Getur hún verið sú að það hafi verið fimm þingmenn Framsóknarflokksins sem ekki hafi verið sammála þessu? Er skýringin sú að hæstvirt ríkisstjórn hafði ekki þingmeirihluta fyrir þessu?" sagði Össur.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira