
Sport
Schneider áfram hjá Leverkusen

Þýski landsliðsmaðurinn Bernd Schneider hjá Bayer Leverkusen hefur staðfest að hann muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Hinn 31-árs gamli Schneider greindi frá því að hann hafi tekið þessa ákvörðun eftir að félagið hafi boðið honum nýjan samning til ársins 2009. Fjölmörg lið voru á eftir Schneider, þar á meðal þýsku meistararnir í Werder Bremen, en Schneider ákvað að vera áfram á BayArena. "Ég er mjög ánægður hjá Leverkusen og mun skrifa undir nýjan samning á næstu dögum," sagði Schneider. Schneider kom til Leverkusen árið 1999 frá Eintracht Frankfurt og hefur spilað 174 leiki í Bundersligunni fyrir félagið.