Dagur Sigurðsson skoraði tvö mörk þegar Bregenz sigraði Innsbruck, 33-24, í austurrísku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Bregenz, sem Dagur leikur með og þjálfar, er í efsta sæti í deildinni með 30 stig, fimm stigum á undan Kremz sem er í öðru sæti.