Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2025 15:31 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leikinn á Þróttaravelli í gær. vísir/anton Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í Þjóðadeildinni í fótbolta. Karólína skoraði þrennu þegar Ísland gerði 3-3 jafntefli við Sviss í fjórða leik sínum í riðli 2 í gær. Ísland er með þrjú stig í 3. sæti riðilsins. Íslenska liðið lenti tvisvar sinnum tveimur mörkum undir í leiknum gegn Sviss en náði að bjarga stigi, aðallega fyrir tilstuðlan Karólínu. Fyrsta markið skoraði hún með skoti beint úr aukaspyrnu, annað markið með skoti úr vítateignum eftir sendingu Sveindísar Jane Jónsdóttur og það þriðja með kollspyrnu eftir langt innkast Sveindísar og skalla Ingibjargar Sigurðardóttur. Karólína skoraði einnig í 3-2 tapi Íslands fyrir Frakklandi í febrúar, með skoti beint úr aukaspyrnu. Hún hefur því skorað fjögur af fimm mörkum Íslendinga í Þjóðadeildinni. Raunar hafa aðeins tveir leikmenn skorað fleiri mörk í Þjóðadeildinni í ár en Karólína. Það eru Amy Thompson frá Lúxemborg og Tamara Moráková frá Slóvakíu en þær hafa báðar skorað fimm mörk. Þrennan í gær var fyrsta þrenna Karólínu fyrir landsliðið og jafnframt fyrsta þrenna landsliðskonu í fimm ár, eða síðan Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrjú mörk í 9-0 sigri Íslands á Lettlandi í september 2020. Karólína skoraði einmitt sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum gegn Lettum. Mörkin hennar fyrir landsliðið eru nú orðin fjórtán talsins, í 51 leik. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Ísland og Sviss gerðu 3-3 jafntefli í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu. Eftir að lenda 0-2 undir kom Ísland til baka þökk sé þrennu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. 9. apríl 2025 07:00 „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Mjög svekkjandi, eigum ekki að vera fá á okkur þrjú mörk, sérstaklega á móti þessu liði. Mikilvægt að við komum til baka og sterkt af liðinu,“ sagði fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir eftir 3-3 jafntefli Íslands og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. 8. apríl 2025 19:30 „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn. Það er hrikalega svekkjandi að fá aðeins tvö stig úr þessum tveimur leikjum“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir að hafa sett þrennu fyrir Ísland í 3-3 jafntefli gegn Sviss. 8. apríl 2025 19:23 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Karólína skoraði þrennu þegar Ísland gerði 3-3 jafntefli við Sviss í fjórða leik sínum í riðli 2 í gær. Ísland er með þrjú stig í 3. sæti riðilsins. Íslenska liðið lenti tvisvar sinnum tveimur mörkum undir í leiknum gegn Sviss en náði að bjarga stigi, aðallega fyrir tilstuðlan Karólínu. Fyrsta markið skoraði hún með skoti beint úr aukaspyrnu, annað markið með skoti úr vítateignum eftir sendingu Sveindísar Jane Jónsdóttur og það þriðja með kollspyrnu eftir langt innkast Sveindísar og skalla Ingibjargar Sigurðardóttur. Karólína skoraði einnig í 3-2 tapi Íslands fyrir Frakklandi í febrúar, með skoti beint úr aukaspyrnu. Hún hefur því skorað fjögur af fimm mörkum Íslendinga í Þjóðadeildinni. Raunar hafa aðeins tveir leikmenn skorað fleiri mörk í Þjóðadeildinni í ár en Karólína. Það eru Amy Thompson frá Lúxemborg og Tamara Moráková frá Slóvakíu en þær hafa báðar skorað fimm mörk. Þrennan í gær var fyrsta þrenna Karólínu fyrir landsliðið og jafnframt fyrsta þrenna landsliðskonu í fimm ár, eða síðan Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrjú mörk í 9-0 sigri Íslands á Lettlandi í september 2020. Karólína skoraði einmitt sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum gegn Lettum. Mörkin hennar fyrir landsliðið eru nú orðin fjórtán talsins, í 51 leik.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Ísland og Sviss gerðu 3-3 jafntefli í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu. Eftir að lenda 0-2 undir kom Ísland til baka þökk sé þrennu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. 9. apríl 2025 07:00 „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Mjög svekkjandi, eigum ekki að vera fá á okkur þrjú mörk, sérstaklega á móti þessu liði. Mikilvægt að við komum til baka og sterkt af liðinu,“ sagði fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir eftir 3-3 jafntefli Íslands og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. 8. apríl 2025 19:30 „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn. Það er hrikalega svekkjandi að fá aðeins tvö stig úr þessum tveimur leikjum“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir að hafa sett þrennu fyrir Ísland í 3-3 jafntefli gegn Sviss. 8. apríl 2025 19:23 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Ísland og Sviss gerðu 3-3 jafntefli í Þjóðadeild kvenna í knattspyrnu. Eftir að lenda 0-2 undir kom Ísland til baka þökk sé þrennu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. 9. apríl 2025 07:00
„Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Mjög svekkjandi, eigum ekki að vera fá á okkur þrjú mörk, sérstaklega á móti þessu liði. Mikilvægt að við komum til baka og sterkt af liðinu,“ sagði fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir eftir 3-3 jafntefli Íslands og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. 8. apríl 2025 19:30
„Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn. Það er hrikalega svekkjandi að fá aðeins tvö stig úr þessum tveimur leikjum“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir að hafa sett þrennu fyrir Ísland í 3-3 jafntefli gegn Sviss. 8. apríl 2025 19:23