Tvöfalt hærri fasteignaskattar 11. febrúar 2005 00:01 Íbúar í Reykjavík borga ríflega tvöfalt meira í fasteignaskatt nú en þeir gerðu þegar R-listinn tók við fyrir ellefu árum að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að eftir að hafa skoðað ársreikninga borgarinnar síðastliðin tólf ár hafi þessi sláandi tala komið í ljós. Guðlaugur Þór segir að fasteignagjöldin hafi hækkað um tæplega 90 prósent en þegar holræsagjöldunum sé bætt við sé talan 114 prósent. Eðlilegt sé að taka þessi gjöld saman því þau leggist bæði á fasteignaeigendur. Árið 1993 hafi fasteignaskatturinn verið 28 þúsund krónur á íbúa en sé í dag 113 þúsund. Guðlaugur Þór segir þessa hækkun gríðarlega mikla og alls ekki í takt við það sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, hafi sagt nýlega í fjölmiðlum. "Hvað fasteignagjöldin varðar sagði hún að það ætti að fara varlega og R-listinn hefði gert það. Í mínum huga er 114 prósenta hækkun ekki að fara varlega. Á sama tíma og ríkisstjórnin er að afnema eignaskattinn þá hækkar R-listinn fasteignaskattinn út í það óendanlega. Við skulum líka átta okkur á því að þetta kemur sérstaklega illa niður á þeim sem minnst mega sín eins og eldri borgurum og þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð." Ingibjörg Sólrún segir ekki rétt að segja að fasteignaskattar hafi hækkað því álagningarhlutfallið hafi ekki gert það. Hins vegar hafi fasteignamat hækkað mikið undanfarin ár og því greiði fasteignaeigendur hærri upphæð en áður. Hún segir þessa staðreynd alls ekki einskorðast við íbúa Reykjavíkur. "Guðlaugur getur reiknað þetta eins og honum sýnist, eftir stendur sú staðreynd að fasteignaeigendur greiða lægst gjöld af eignum sínum í Reykjavík borið saman við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu." Guðlaugur Þór segir hækkunina á fasteignamatinu megi að stórum hluta rekja til "lóðaskortsstefnu" R-listans. "Þetta er einfaldlega rangt," segir Ingibjörg Sólrún. "Guðlaugur Þór ætti að kynna sér þær úttektir sem gerðar hafa verið á þessu, meðal annars í Seðlabankanum. Stærstu áhrifavaldarnir á hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru kaupmáttaraukning og aukið aðgengi að lánsfé." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Íbúar í Reykjavík borga ríflega tvöfalt meira í fasteignaskatt nú en þeir gerðu þegar R-listinn tók við fyrir ellefu árum að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að eftir að hafa skoðað ársreikninga borgarinnar síðastliðin tólf ár hafi þessi sláandi tala komið í ljós. Guðlaugur Þór segir að fasteignagjöldin hafi hækkað um tæplega 90 prósent en þegar holræsagjöldunum sé bætt við sé talan 114 prósent. Eðlilegt sé að taka þessi gjöld saman því þau leggist bæði á fasteignaeigendur. Árið 1993 hafi fasteignaskatturinn verið 28 þúsund krónur á íbúa en sé í dag 113 þúsund. Guðlaugur Þór segir þessa hækkun gríðarlega mikla og alls ekki í takt við það sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, hafi sagt nýlega í fjölmiðlum. "Hvað fasteignagjöldin varðar sagði hún að það ætti að fara varlega og R-listinn hefði gert það. Í mínum huga er 114 prósenta hækkun ekki að fara varlega. Á sama tíma og ríkisstjórnin er að afnema eignaskattinn þá hækkar R-listinn fasteignaskattinn út í það óendanlega. Við skulum líka átta okkur á því að þetta kemur sérstaklega illa niður á þeim sem minnst mega sín eins og eldri borgurum og þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð." Ingibjörg Sólrún segir ekki rétt að segja að fasteignaskattar hafi hækkað því álagningarhlutfallið hafi ekki gert það. Hins vegar hafi fasteignamat hækkað mikið undanfarin ár og því greiði fasteignaeigendur hærri upphæð en áður. Hún segir þessa staðreynd alls ekki einskorðast við íbúa Reykjavíkur. "Guðlaugur getur reiknað þetta eins og honum sýnist, eftir stendur sú staðreynd að fasteignaeigendur greiða lægst gjöld af eignum sínum í Reykjavík borið saman við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu." Guðlaugur Þór segir hækkunina á fasteignamatinu megi að stórum hluta rekja til "lóðaskortsstefnu" R-listans. "Þetta er einfaldlega rangt," segir Ingibjörg Sólrún. "Guðlaugur Þór ætti að kynna sér þær úttektir sem gerðar hafa verið á þessu, meðal annars í Seðlabankanum. Stærstu áhrifavaldarnir á hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru kaupmáttaraukning og aukið aðgengi að lánsfé."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira