Sport

Karl Malone hættur

Bandaríski körfuboltasnillingurinn Karl Malone hefur ákveðið að hætta spilamennsku og mun hann tilkynna það á blaðamannafundi á sunnudaginn að því er fram kom í bandarískum fjölmiðlum síðdegis. Malone er án efa einn öflugasti framherjinn í sögu NBA körfuboltans enda í 2. sæti yfir skorhæstu leikmenn í sögu NBA deildarinnar með samtals 1,459 stig, á eftir Kareem Abdul-Jabbar. Malone sem er orðinn 41 árs lék með Los Angeles Lakers á síðasta tímabili en meiddist og þurfti að undirgangast aðgerð á hné. Umboðsmaður Malone sagði í vikunni það yrði tilkynnt fljótlega hvar eða hvort Malone myndi leika aftur en til stóð að hann gengi jafnvel til liðs við San Antonio Spurs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×