Erlent

Þingkosningar í Bretlandi í vor?

Búist er við að þingkosningar verði í Bretlandi í maí og útlit fyrir að Verkamannaflokkurinn vinni þá þriðju kosningarnar í röð. Þrátt fyrir mikinn mótbyr, aðallega vegna Íraks, er búist við að Tony Blair leiði flokkinn til sigurs í kosningunum. Fréttaskýrendur segja að ein ástæðan fyrir því sé sú að Íhaldsflokknum, þrátt fyrir tíð formannsskipti undanfarið, hafi ekki tekist að tefla fram neinum frambjóðanda sem hefur jafn mikla persónutöfra og Blair. Hvað Blair leiðir svo flokkinn lengi eftir kosningarnar er óvíst. Gordon Brown fjármálaráðherra telur að Blair hafi svikið loforð um að þeir myndu hafa stólaskipti og hann stefnir leynt og ljóst að því að verða forsætisráðherra. Þetta hefur leitt til stirðs sambands á milli þeirra félaga sem hefur skaðað bæði þá persónulega og flokkinn. Brown þykir hafa staðið sig afbragðsvel í embætti fjármálaráðherra en hann er bara ekki jafn vinsæll persónulega og Blair.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×