Sport

Torben Winther rekinn

Torben Winther hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari danska karlalandsliðsins í handknattleik en hann hefur stýrt liðinu undanfarin fimm ár og komið því í hóp bestu liða heims á þeim tíma. Danska liðið náði þriðja sætinu á Evrópumótinu í Svíþjóð árið 2002 og á sama móti í Slóveníu í fyrra undir stjórn Winthers en slakur árangur danska liðsins á heimsmeistaramótinu í Túnis þar sem liðinu tókst ekki, frekar en því íslenska, að komast áfram í milliriðla gerði það að verkum að Winther var látinn taka poka sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×