Mataræði mikilvægt á meðgöngu 14. febrúar 2005 00:01 Rannsóknir sýna sífellt betur hve mataræði kvenna á meðgöngu skiptir gríðarlega miklu máli fyrir börnin og heilsu þeirra alla ævi. Þó að það sé öllum hollt að huga að mataræðinu, passa upp á að borða nóg hollan mat og hæfilega mikið af honum eru það eingöngu konur sem ganga með barn sem þurfa að hugsa um fleiri en sjálfan sig. Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur segir það skipta miklu máli því með því að borða nóg, þyngjast hæfilega mikið og borða rétt sé haft áhrif á þroska barnsins og vöxt. Fæðingarþyngd hafi heilmikið að segja um bæði um heilsu barna þegar þau koma í heiminn og einnig seinna á lífsleiðinni. Því sé verið að móta barnið til framtíðar. Anna segir að það sem skipti máli sé þyngdaraukningin; fyrir konur í kjörþyngd sé eðlilegt að þyngjast um 12-18 kíló en konum yfir kjörþyngd sé ráðlagt að þyngjast aðeins minna, eða 7-12 kíló. Þessu sé náð með því að borða hæfilega mikið, fjölbreytta fæðu og 3-5 máltíðir á dag ásamt því að hreyfa sig. Þó að konur geti borðað flestar fæðutegundir á meðgöngu ber að varast ýmsar, þar á meðal hráan fisk og ógerilsneyddar mjólkurvörur. Upplýsingar um þetta er hægt að nálgast í nýjum bæklingi, Meðganga og mataræði. Anna var spurð hvort konum væri ráðið annað eftir að barnið er komið í heiminn og er á brjósti. Hún svaraði því til að svo væri í raun ekki því verið væri að ráðleggja konum að neyta góðrar, hollrar og fjölbreyttrar fæðu en ekki að forðast ákveðin matvæli heldur að borða hollan mat. Það skipti alls ekki minna máli þegar barnið væri komið í heiminn því móðurmjólkin endurspegli það sem mæður borði. Hins vegar bendir Anna á að orkuþörfin sé ívið meiri þegar barnið er á brjósti . Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Rannsóknir sýna sífellt betur hve mataræði kvenna á meðgöngu skiptir gríðarlega miklu máli fyrir börnin og heilsu þeirra alla ævi. Þó að það sé öllum hollt að huga að mataræðinu, passa upp á að borða nóg hollan mat og hæfilega mikið af honum eru það eingöngu konur sem ganga með barn sem þurfa að hugsa um fleiri en sjálfan sig. Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur segir það skipta miklu máli því með því að borða nóg, þyngjast hæfilega mikið og borða rétt sé haft áhrif á þroska barnsins og vöxt. Fæðingarþyngd hafi heilmikið að segja um bæði um heilsu barna þegar þau koma í heiminn og einnig seinna á lífsleiðinni. Því sé verið að móta barnið til framtíðar. Anna segir að það sem skipti máli sé þyngdaraukningin; fyrir konur í kjörþyngd sé eðlilegt að þyngjast um 12-18 kíló en konum yfir kjörþyngd sé ráðlagt að þyngjast aðeins minna, eða 7-12 kíló. Þessu sé náð með því að borða hæfilega mikið, fjölbreytta fæðu og 3-5 máltíðir á dag ásamt því að hreyfa sig. Þó að konur geti borðað flestar fæðutegundir á meðgöngu ber að varast ýmsar, þar á meðal hráan fisk og ógerilsneyddar mjólkurvörur. Upplýsingar um þetta er hægt að nálgast í nýjum bæklingi, Meðganga og mataræði. Anna var spurð hvort konum væri ráðið annað eftir að barnið er komið í heiminn og er á brjósti. Hún svaraði því til að svo væri í raun ekki því verið væri að ráðleggja konum að neyta góðrar, hollrar og fjölbreyttrar fæðu en ekki að forðast ákveðin matvæli heldur að borða hollan mat. Það skipti alls ekki minna máli þegar barnið væri komið í heiminn því móðurmjólkin endurspegli það sem mæður borði. Hins vegar bendir Anna á að orkuþörfin sé ívið meiri þegar barnið er á brjósti .
Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira