Vilja halda kverkataki á neytendum 16. febrúar 2005 00:01 Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu sinni að allt að því ótakmarkað framboð sé á húsnæðislánum hjá bönkum, sem skýri að hluta hækkandi íbúðaverð að undanförnu. Fasteignasalar sjái sér leik á borði "verandi nokkuð samstíga göfgi bankanna og hreinlega kjafta verð á íbúðum upp úr öllu valdi enda nóg til af peningum." Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir þessi ummæli Hjálmars eins og hvert annað rugl. "Það er enginn markaður sem lýtur lögmálum eins vel og fasteignamarkaður. Það að einstaka fasteignasali sé að kjafta verð upp eða niður gengur ekki upp." Björn Þorri segir að vegna nýrra fjármögnunarmöguleika sé eftirspurnin meiri en framboðið og þá hækki verðið, auk þess sem fasteignaverð hafi verið að hækka í Evrópu og vestanhafs, sem hafi áhrif á íslenska markaðinn. "Fasteignasalar eru bara að selja á markaðsverði á hverjum tíma." Hjálmar segir að vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að lána allt að 90 prósent til íbúðakaupa hafi bankarnir misst af þeim tekjum sem þeir áður höfðu; dýrum lánum sem fólk tók til að brúa bil til húsnæðiskaupa. Bankarnir hafi því "lækkað vexti og dælt út peningum í trausti þess að verð á íbúðum yrði hækkað" til þess að ná sama hagnaði með lægri vöxtum en hærri lánum. "Langtímamarkmiðið er að drepa Íbúðalánasjóð og losna þannig við hið óþægilega aðhald og geta í framhaldinu svo hægt en bítandi keyrt upp vextina af hinum dýru eignum landsmanna. Þeir vilja halda kverkatakinu á neytendum og virðast kæra sig kollótta um áhrif aðgerðanna á verðbólgu og efnahag þjóðarinnar." Að síðustu segir Hjálmar í pistli sínum að skoða hvort bankarnir séu í óbeinu eða beinu samráði að "leggja grunn að stærsta "ráni" sögunnar," og þátt þeirra í verðsprengingunni á húsnæðismarkaði síðustu mánuðina. Ekki náðist í bankastjóra Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu sinni að allt að því ótakmarkað framboð sé á húsnæðislánum hjá bönkum, sem skýri að hluta hækkandi íbúðaverð að undanförnu. Fasteignasalar sjái sér leik á borði "verandi nokkuð samstíga göfgi bankanna og hreinlega kjafta verð á íbúðum upp úr öllu valdi enda nóg til af peningum." Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir þessi ummæli Hjálmars eins og hvert annað rugl. "Það er enginn markaður sem lýtur lögmálum eins vel og fasteignamarkaður. Það að einstaka fasteignasali sé að kjafta verð upp eða niður gengur ekki upp." Björn Þorri segir að vegna nýrra fjármögnunarmöguleika sé eftirspurnin meiri en framboðið og þá hækki verðið, auk þess sem fasteignaverð hafi verið að hækka í Evrópu og vestanhafs, sem hafi áhrif á íslenska markaðinn. "Fasteignasalar eru bara að selja á markaðsverði á hverjum tíma." Hjálmar segir að vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að lána allt að 90 prósent til íbúðakaupa hafi bankarnir misst af þeim tekjum sem þeir áður höfðu; dýrum lánum sem fólk tók til að brúa bil til húsnæðiskaupa. Bankarnir hafi því "lækkað vexti og dælt út peningum í trausti þess að verð á íbúðum yrði hækkað" til þess að ná sama hagnaði með lægri vöxtum en hærri lánum. "Langtímamarkmiðið er að drepa Íbúðalánasjóð og losna þannig við hið óþægilega aðhald og geta í framhaldinu svo hægt en bítandi keyrt upp vextina af hinum dýru eignum landsmanna. Þeir vilja halda kverkatakinu á neytendum og virðast kæra sig kollótta um áhrif aðgerðanna á verðbólgu og efnahag þjóðarinnar." Að síðustu segir Hjálmar í pistli sínum að skoða hvort bankarnir séu í óbeinu eða beinu samráði að "leggja grunn að stærsta "ráni" sögunnar," og þátt þeirra í verðsprengingunni á húsnæðismarkaði síðustu mánuðina. Ekki náðist í bankastjóra Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent