Stórt skref stigið á Alþingi 16. febrúar 2005 00:01 Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Félagsmálaráðherra boðaði miklar breytingar á högum foreldra langveikra barna þegar hann svaraði fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í dag um rétt foreldra langveikra barna. Þessi hópur fólks hefur hingað til einungis átt rétt á 7 til 10 fjarvistardögum á ári frá vinnu en ráðherrann kynnti nýjar tillögur sem hann kynnti í ríkisstjórn í gær. Lagt verður til við Alþingi að foreldrarnir eigi rétt á greiðslu í allt að þrjá mánuði þegar börn veikjast alvarlega eða greinast með alvarlega fötlun. Gengið er út frá að greiðslurnar nemi um 90 þúsund krónum á mánuði. Ráðherra sagði að gert væri ráð fyrir að kerfið tæki gildi í áföngum á þremur árum. Ráðherra sagði tölur sýna að um 40 börn veiktust mjög alvarlega eða greindust með mjög alvarlega fötlun á hverju ári. Gagnvart foreldrum þessara barna á að ganga enn lengra og mun félagsmálaráðherra leggja til við Alþingi að þeir eigi rétt á fyrrnefndum greiðslum í allt að níu mánuði. Ráðherra sagði að áhersla yrði lögð á að ríkissjóður myndi jafnframt þessu greiða launatengd gjöld ofan á greiðslur foreldra þannig að foreldrar haldi áfram uppsöfnun lífeyrisréttinda og annarra réttinda. Hann sagðist ekki útiloka að réttarstaða foreldra langveikra barna yrði efld enn frekar á næstu árum. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni að hann stefndi að því að leggja frumvarp þessa efnis fyrir þegar á vorþingi og fá það samþykkt fyrir sumarfrí. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Meðal þeirra sem stigu í pontu og þökkuðu fyrir frumvarpið og lýstu yfir tímamótum í málinu voru Margrét Frímannsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir frá Samfylkingunni og Hjálmar Árnason hjá Framsóknarflokknum. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Félagsmálaráðherra boðaði miklar breytingar á högum foreldra langveikra barna þegar hann svaraði fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í dag um rétt foreldra langveikra barna. Þessi hópur fólks hefur hingað til einungis átt rétt á 7 til 10 fjarvistardögum á ári frá vinnu en ráðherrann kynnti nýjar tillögur sem hann kynnti í ríkisstjórn í gær. Lagt verður til við Alþingi að foreldrarnir eigi rétt á greiðslu í allt að þrjá mánuði þegar börn veikjast alvarlega eða greinast með alvarlega fötlun. Gengið er út frá að greiðslurnar nemi um 90 þúsund krónum á mánuði. Ráðherra sagði að gert væri ráð fyrir að kerfið tæki gildi í áföngum á þremur árum. Ráðherra sagði tölur sýna að um 40 börn veiktust mjög alvarlega eða greindust með mjög alvarlega fötlun á hverju ári. Gagnvart foreldrum þessara barna á að ganga enn lengra og mun félagsmálaráðherra leggja til við Alþingi að þeir eigi rétt á fyrrnefndum greiðslum í allt að níu mánuði. Ráðherra sagði að áhersla yrði lögð á að ríkissjóður myndi jafnframt þessu greiða launatengd gjöld ofan á greiðslur foreldra þannig að foreldrar haldi áfram uppsöfnun lífeyrisréttinda og annarra réttinda. Hann sagðist ekki útiloka að réttarstaða foreldra langveikra barna yrði efld enn frekar á næstu árum. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni að hann stefndi að því að leggja frumvarp þessa efnis fyrir þegar á vorþingi og fá það samþykkt fyrir sumarfrí. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag. Meðal þeirra sem stigu í pontu og þökkuðu fyrir frumvarpið og lýstu yfir tímamótum í málinu voru Margrét Frímannsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir frá Samfylkingunni og Hjálmar Árnason hjá Framsóknarflokknum.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira