Jakkaföt full af minningum 17. febrúar 2005 00:01 Sölvi Tryggvason, fréttamaður á Stöð 2 og nemi í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, er ekki í vafa um hvað er ómissandi í fataskápnum. "Það er eitt sem poppar strax upp í hugann og það eru jakkaföt nokkur. Þetta eru grá teinótt og útvíð jakkaföt sem ég keypti í París fyrir um sex árum síðan. Ég nota þau enn og það má segja að þau séu það langlífasta í fataskápnum mínum," segir Sölvi og ekki spillti fyrir að jakkafötin voru hræódýr. "Ég borgaði bara um 250 franka fyrir." "Þessi jakkaföt eru mér efst í huga þegar ég hugsa um uppáhaldsflíkina mína enda hef ég átt margar góðar stundir í þessum jakkafötum og þau geyma margar góðar minningar. Það er líka ágætt efni í þeim þannig að þau hafa staðist tímans tönn þó að ég noti þau ekkert mjög mikið og aðallega á djamminu," segir Sölvi og rifjar upp eina góða minningu í jakkafötunum góðu. "Það er eitt atvik mér sérstaklega minnisstætt þegar ég mætti í jakkafötunum í Viðeyjarferð með sálfræðinemum í Háskólanum. Þar voru allir í lopapeysum og það var vægast sagt horft skringilega á mig," segir Sölvi og hlær. "Mér leið illa fyrst en seinna um kvöldið var kominn diskófílíngur í mannskapinn og þá sá ég aldeilis ekki eftir að hafa mætt í jakkafötunum." Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Sölvi Tryggvason, fréttamaður á Stöð 2 og nemi í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, er ekki í vafa um hvað er ómissandi í fataskápnum. "Það er eitt sem poppar strax upp í hugann og það eru jakkaföt nokkur. Þetta eru grá teinótt og útvíð jakkaföt sem ég keypti í París fyrir um sex árum síðan. Ég nota þau enn og það má segja að þau séu það langlífasta í fataskápnum mínum," segir Sölvi og ekki spillti fyrir að jakkafötin voru hræódýr. "Ég borgaði bara um 250 franka fyrir." "Þessi jakkaföt eru mér efst í huga þegar ég hugsa um uppáhaldsflíkina mína enda hef ég átt margar góðar stundir í þessum jakkafötum og þau geyma margar góðar minningar. Það er líka ágætt efni í þeim þannig að þau hafa staðist tímans tönn þó að ég noti þau ekkert mjög mikið og aðallega á djamminu," segir Sölvi og rifjar upp eina góða minningu í jakkafötunum góðu. "Það er eitt atvik mér sérstaklega minnisstætt þegar ég mætti í jakkafötunum í Viðeyjarferð með sálfræðinemum í Háskólanum. Þar voru allir í lopapeysum og það var vægast sagt horft skringilega á mig," segir Sölvi og hlær. "Mér leið illa fyrst en seinna um kvöldið var kominn diskófílíngur í mannskapinn og þá sá ég aldeilis ekki eftir að hafa mætt í jakkafötunum."
Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira