Innlent

Væri ekki á leið til lýðræðis

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að ef ekki hefði verið gerð innrás í Írak hefðu ekki verið neinar kosningar þar og þjóðin ekki á leið til lýðræðis. Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, tók Íraksmálið til umræðu utan dagskrár á þingi í morgun og beindi nokkrum spurningum til utanríkisráðherra varðandi stuðning við Írak. Í svari ráðherra kom meðal annars fram að Íslendingar myndu taka virkan þátt í uppbyggingunni í landinu. Hann sagði að ef ekki hefði verið beitt hervaldi í Írak væri Saddam Hussein enn við völd og írakska þjóðin enn í greipum böðla hans. „Ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna væru ennþá að engu hafðar og trúverðugleiki samtakanna eftir því. Þá væri ekki búið að halda frjálsar kosningar í þessu hrjáða landi sem marka tímamót; ekki bara í sögu þessa lands heldur í sögu þessa heimshluta og reyndar heimsins alls,“ sagði utanríkisráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×