Innlent

Níu mosa - tilfelli frá áramótum

 Af þeim var einungis einn með sýkingu, en hinir "berar" sem svo er kallað og kenndu sér því einskis meins. "Allir þessir höfðu einhver tengsl við útlönd og margir höfðu legið þar á sjúkrahúsum," sagði Ólafur Hann sagði að munur á sýkingastigi og berastigi væri skýr. Á fyrra stiginu fengi fólk sýkingareinkenni, en á hinu síðara bæru menn bakteríuna utan á sér og fengju engin einkenni. Berastigið væri miklu algengara. "Þegar fólk kemur frá útlöndum, hvort um er að ræða sjúklinga eða starfsfólk, athugum við hvort það sé það sem kallað er "berar." Þetta hefur gert okkur kleift að halda bakteríunni algerlega frá sjúkrahúsinu, þannig að hún er ekki til staðar hér í neinu formi undir venjulegum kringumstæðum. Þegar fólk kemur frá útlöndum setjum við það í einangrun og tökum strok sem sett er í ræktun. Við reynum að hafa aðstandendur þess líka í einangrun. Ef bakterían finnst er oftast farið í að uppræta hana." Ólafur sagði að til þessa væri ekki vitað um eitt einasta tilfelli sem sýkst hefði inni á Landspítalanum sjálfum á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×