Kenna fólki að virkja eigin hugsun 22. febrúar 2005 00:01 Þorvaldur Þorsteinsson og Helena Jónsdóttir eru lífskúnstnerar sem hafa miklu að miðla. Parið hefur sett upp nýja námskeiðs- og fræðslumiðstöð, www.kennsla.is "Við viljum að fólk geti notið óformlegs listnáms og einnig opna augu þess fyrir því sem það hefur sjálft til brunns að bera," segir Þorvaldur, inntur frétta af þessari nýju starfsemi. Hann situr einn fyrir svörum því Helena er á fullu að undirbúa frumsýningu á eigin dansleikhúsverki, Open Source, sem verður í Borgarleikhúsinu nú á sunnudagskvöld. Ljóst er að þau skötuhjú búa yfir margháttaðri reynslu hvort á sínu sviði, hún úr dans- og stuttmyndaheiminum, hann úr heimi skrifta og myndlistar, og bæði hafa þau kennt í listaháskólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Auk þess hafa þau laðað fleiri listamenn að kennslu á námskeiðunum, þá Kára Halldór leikstjóra, Lárus Ými kvikmyndagerðarmann og Guðna Gunnarsson, höfund Rope Yoga heimspekinnar. Þótt upplýsingar um námskeiðin séu öllum aðgengilegar á vefnum www.kennsla.is skautum við með Þorvaldi í gegnum þær. "Skapandi skrif" eru þar efst á blaði og það er rithöfundurinn Þorvaldur sem þar leiðbeinir. Fyrsta námskeiðið fylltist strax en annað verður í boði í lok mars. "Má ég líka" sem búið er að prufukeyra bæði í borginni og úti á landi með góðum árangri segir Þorvaldur vera eins kvölds námskeið. "Þetta eru ofsalega þéttir fjórir klukkutímar. Ég fer ofan í allt sem mér finnst skipta mestu máli af öllu því sem ég hef lært. Fólk hefur miklum skammti úr að moða því það er svo margt sem rótast upp," útskýrir hann. "Að skrifa texta sem skilar sér" er námskeið sem Þorvaldur segir ætlað fyrirtækjum og er byggt á reynslu hans sem hugmynda- og textasmiðs. Þá er komið að námskeiðum Helenu og hinna kennaranna sem Þorvaldur lýsir svo. ""Það geta allir dansað" gengur út á að dans er eitthvað sem við getum öll notið, svo framarlega sem við áttum okkur á því að hann er okkur eiginlegur, burtséð frá reglum og þjálfun. Helena hefur líka unnið mikið við stuttmyndir og það er form sem gaman er fyrir hvern og einn að leika sér með. Tjáningin, stuttmyndin og meðvitundin um líkamann er einnig inntak námskeiða sem eru fyrirhuguð með Kára Halldóri og Lárusi Ými og í apríl verður Guðni Gunnarsson með kynningu á Rope Yoga fræðum. En aðaltilgangur námskeiðanna er að kenna fólki að bera virðingu fyrir sínu innra lífi, eigin hugsunum og hæfileikum." Nám Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Þorvaldur Þorsteinsson og Helena Jónsdóttir eru lífskúnstnerar sem hafa miklu að miðla. Parið hefur sett upp nýja námskeiðs- og fræðslumiðstöð, www.kennsla.is "Við viljum að fólk geti notið óformlegs listnáms og einnig opna augu þess fyrir því sem það hefur sjálft til brunns að bera," segir Þorvaldur, inntur frétta af þessari nýju starfsemi. Hann situr einn fyrir svörum því Helena er á fullu að undirbúa frumsýningu á eigin dansleikhúsverki, Open Source, sem verður í Borgarleikhúsinu nú á sunnudagskvöld. Ljóst er að þau skötuhjú búa yfir margháttaðri reynslu hvort á sínu sviði, hún úr dans- og stuttmyndaheiminum, hann úr heimi skrifta og myndlistar, og bæði hafa þau kennt í listaháskólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Auk þess hafa þau laðað fleiri listamenn að kennslu á námskeiðunum, þá Kára Halldór leikstjóra, Lárus Ými kvikmyndagerðarmann og Guðna Gunnarsson, höfund Rope Yoga heimspekinnar. Þótt upplýsingar um námskeiðin séu öllum aðgengilegar á vefnum www.kennsla.is skautum við með Þorvaldi í gegnum þær. "Skapandi skrif" eru þar efst á blaði og það er rithöfundurinn Þorvaldur sem þar leiðbeinir. Fyrsta námskeiðið fylltist strax en annað verður í boði í lok mars. "Má ég líka" sem búið er að prufukeyra bæði í borginni og úti á landi með góðum árangri segir Þorvaldur vera eins kvölds námskeið. "Þetta eru ofsalega þéttir fjórir klukkutímar. Ég fer ofan í allt sem mér finnst skipta mestu máli af öllu því sem ég hef lært. Fólk hefur miklum skammti úr að moða því það er svo margt sem rótast upp," útskýrir hann. "Að skrifa texta sem skilar sér" er námskeið sem Þorvaldur segir ætlað fyrirtækjum og er byggt á reynslu hans sem hugmynda- og textasmiðs. Þá er komið að námskeiðum Helenu og hinna kennaranna sem Þorvaldur lýsir svo. ""Það geta allir dansað" gengur út á að dans er eitthvað sem við getum öll notið, svo framarlega sem við áttum okkur á því að hann er okkur eiginlegur, burtséð frá reglum og þjálfun. Helena hefur líka unnið mikið við stuttmyndir og það er form sem gaman er fyrir hvern og einn að leika sér með. Tjáningin, stuttmyndin og meðvitundin um líkamann er einnig inntak námskeiða sem eru fyrirhuguð með Kára Halldóri og Lárusi Ými og í apríl verður Guðni Gunnarsson með kynningu á Rope Yoga fræðum. En aðaltilgangur námskeiðanna er að kenna fólki að bera virðingu fyrir sínu innra lífi, eigin hugsunum og hæfileikum."
Nám Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira