Hver á að eiga orkulindirnar? 22. febrúar 2005 00:01 Grundvallarágreiningur í íslenskum stjórnmálum um hver eigi að eiga orkulindir þjóðarinnar kristallaðist í snörpum umræðum á Alþingi í dag. Formaður Vinstri grænna setti samstarfið innan R-listans í uppnám þegar hann strengdi þess heit að allt yrði gert til að koma í veg fyrir sameiningu orkufyrirtækja ríkisins og einkavæðingu þeirra. Þingflokksformaður framsóknar upplýsti hins vegar að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enn ekki verið rædd í þingflokknum. Eigendur Landsvirkjunar lýstu því yfir fyrir helgi að stefnt væri að því að ríkið keypti út Reykjavíkuborg og Akureyri um næstu áramót. Samhliða lýstu ráðherrarnir því yfir að sameina ætti Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Blekið er vart þornað af yfirlýsingunni þegar efasemdir vakna um bakland borgarstjórans í Reykjavík en stjórn Vinstri grænna í borginni lýsti því yfir í dag að í ljósi yfirlýsingar ráðherranna hlyti Vinstri hreyfingin - grænt framboð, sem stendur að R-listanum, að leggjast eindregið gegn því að borgin selji sinn hlut í Landsvirkjun. Efasemdir vöknuðu einnig í dag um bakland iðnaðarráðherrans. Sérstaka athygli vakti yfirlýsing formanns þingflokks framsóknarmanna, Hjálmars Árnasonar, um að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enga umræðu fengið innan þeirra þingflokks. Hann vakti einnig athygli á því að ekki hafi verið samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. Samfylkingarmaðurinn og varaborgarfulltrúinn, Helgi Hjörvar, tók málið upp á Alþingi í dag. Hann lýsti því yfir að Samfylkingin væri algjörlega á móti því að skapa slíkan orkurisa sem síðan yrði einkavæddur. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði hins vegar mjög margt mæla með sameiningu orkufyrirtækjanna, t.a.m. lækkun verðs fyrir raforkunotendur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, skýrði áformin með því að færa þyrfti tap vegna stóriðjusamninga yfir á aðra raforkunotendur. Hann sagði að nær væri að fara í þveröfuga átt og reyna að einangra stórorkutapið í sjálfstæðu, gagnsæju fyrirtæki. Sjálfstæðismenn beindu spjótum sínum að borgarstjóranum í Reykjavík. Sigurður Kári Kristjánsson sagði þá gera þá kröfu til þeirra aðila sem komi að málinu að þeir hefðu fullt og óskorað umboð til að ganga frá því, ekki síst vegna stærðar þess og mikilvægis. Hann sagði flokkinn gera þá kröfu að við samkomulagið væri staðið og málið mætti ekki stranda á innanhússátökum í R-lista. Jón Bjarnason, þingmaður Visntri grænna, gerði Valgerði Sverrisdóttur hins vegar tilboð og sagðist myndi styðja sérstaka fjárveitingu til að gera hana að sendiherra í mjög fjarlægu landi. Valgerður svaraði því til að Jón myndi sakna sín á fyrsta degi. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Grundvallarágreiningur í íslenskum stjórnmálum um hver eigi að eiga orkulindir þjóðarinnar kristallaðist í snörpum umræðum á Alþingi í dag. Formaður Vinstri grænna setti samstarfið innan R-listans í uppnám þegar hann strengdi þess heit að allt yrði gert til að koma í veg fyrir sameiningu orkufyrirtækja ríkisins og einkavæðingu þeirra. Þingflokksformaður framsóknar upplýsti hins vegar að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enn ekki verið rædd í þingflokknum. Eigendur Landsvirkjunar lýstu því yfir fyrir helgi að stefnt væri að því að ríkið keypti út Reykjavíkuborg og Akureyri um næstu áramót. Samhliða lýstu ráðherrarnir því yfir að sameina ætti Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Blekið er vart þornað af yfirlýsingunni þegar efasemdir vakna um bakland borgarstjórans í Reykjavík en stjórn Vinstri grænna í borginni lýsti því yfir í dag að í ljósi yfirlýsingar ráðherranna hlyti Vinstri hreyfingin - grænt framboð, sem stendur að R-listanum, að leggjast eindregið gegn því að borgin selji sinn hlut í Landsvirkjun. Efasemdir vöknuðu einnig í dag um bakland iðnaðarráðherrans. Sérstaka athygli vakti yfirlýsing formanns þingflokks framsóknarmanna, Hjálmars Árnasonar, um að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enga umræðu fengið innan þeirra þingflokks. Hann vakti einnig athygli á því að ekki hafi verið samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. Samfylkingarmaðurinn og varaborgarfulltrúinn, Helgi Hjörvar, tók málið upp á Alþingi í dag. Hann lýsti því yfir að Samfylkingin væri algjörlega á móti því að skapa slíkan orkurisa sem síðan yrði einkavæddur. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði hins vegar mjög margt mæla með sameiningu orkufyrirtækjanna, t.a.m. lækkun verðs fyrir raforkunotendur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, skýrði áformin með því að færa þyrfti tap vegna stóriðjusamninga yfir á aðra raforkunotendur. Hann sagði að nær væri að fara í þveröfuga átt og reyna að einangra stórorkutapið í sjálfstæðu, gagnsæju fyrirtæki. Sjálfstæðismenn beindu spjótum sínum að borgarstjóranum í Reykjavík. Sigurður Kári Kristjánsson sagði þá gera þá kröfu til þeirra aðila sem komi að málinu að þeir hefðu fullt og óskorað umboð til að ganga frá því, ekki síst vegna stærðar þess og mikilvægis. Hann sagði flokkinn gera þá kröfu að við samkomulagið væri staðið og málið mætti ekki stranda á innanhússátökum í R-lista. Jón Bjarnason, þingmaður Visntri grænna, gerði Valgerði Sverrisdóttur hins vegar tilboð og sagðist myndi styðja sérstaka fjárveitingu til að gera hana að sendiherra í mjög fjarlægu landi. Valgerður svaraði því til að Jón myndi sakna sín á fyrsta degi.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira