Stór ákvörðun að hætta 28. febrúar 2005 00:01 Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hættir á þingi 1. ágúst til að taka við starfi deildarforseta lögfræðideildar við Viðskiptaháskólann á Bifröst. "Það er stór ákvörðun að hætta á þingi. Ég hef hins vegar leitt hugann að því síðustu mánuði að láta þetta kjörtímabil nægja. Ég er búin að vera 10 ár á þingi. Það er búinn að vera góður og skemmtilegur tími en fagið mitt, lögfræði, hefur dálítið togað í mig," segir Bryndís. "Mér bauðst þetta tækifæri hér á Bifröst og vildi ekki sleppa því. Maður má ekki bíða of lengi með það að skipta um starfsvettvang ef maður ætlar sér það á annað borð," segir hún. Bryndís neitar því alfarið að ákvörðun hennar tengist eitthvað þeim formannslag sem nú stendur yfir í Samfylkingunni. "Að láta af starfi eins og þingmennsku er eitthvað sem maður gerir á sínum eigin forsendum og ekki fyrir nokkurn mann annan en sjálfan sig. Ég var hinsvegar tilbúin að taka þessa ákvörðun vegna þess að mér býðst annað spennandi tækifæri. Ég trúi því að stuðningsmenn mínir og kjósendur hafi skilning á því að þetta tækifæri kemur á miðju kjörtímabili þannig að ég get ekki klárað kjörtímabilið," segir hún. Því hefur verið haldið fram að Bryndís sé með þessu að víkja úr sæti á Alþingi svo Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fái meira vægi í formannslagnum. Um það segir Bryndís: "Ég get ekkert sagt annað en það að samsæriskenningar af þeim toga eru fullkomlega á villigötum. Ég geri þetta algjörlega á mínum eigin forsendum og maður getur ekki látið Gróu á Leiti eða samsæriskenningar stjórna sínu lífi og ég held mig við mínar skýringar og treysti því að fólk skilji þær. Að sögn Bryndísar tók forysta flokksins ákvörðun hennar vel og sýndi henni mikinn skilning. Spurð um hvaða viðbrögð hún hafi fengið segir hún þau yfirleitt jákvæð. "Fólk hefur að minnsta kosti sýnt þessu skilning þó svo að sumir séu misjafnlega ánægðir með að ég sé að hætta í pólitík. Hingað til hef ég ekki fengið annað en skilning frá þeim sem standa mér nærri. Þeir vita að þessi ákvörðun er tekin á mínum forsendum og ég veit í hjartanu að ég er að gera rétt," segir Bryndís. Spurð hvort hún sé hætt í pólitík fullt og allt svarar hún: "Í það minnsta af þeim krafti sem ég var í henni." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hættir á þingi 1. ágúst til að taka við starfi deildarforseta lögfræðideildar við Viðskiptaháskólann á Bifröst. "Það er stór ákvörðun að hætta á þingi. Ég hef hins vegar leitt hugann að því síðustu mánuði að láta þetta kjörtímabil nægja. Ég er búin að vera 10 ár á þingi. Það er búinn að vera góður og skemmtilegur tími en fagið mitt, lögfræði, hefur dálítið togað í mig," segir Bryndís. "Mér bauðst þetta tækifæri hér á Bifröst og vildi ekki sleppa því. Maður má ekki bíða of lengi með það að skipta um starfsvettvang ef maður ætlar sér það á annað borð," segir hún. Bryndís neitar því alfarið að ákvörðun hennar tengist eitthvað þeim formannslag sem nú stendur yfir í Samfylkingunni. "Að láta af starfi eins og þingmennsku er eitthvað sem maður gerir á sínum eigin forsendum og ekki fyrir nokkurn mann annan en sjálfan sig. Ég var hinsvegar tilbúin að taka þessa ákvörðun vegna þess að mér býðst annað spennandi tækifæri. Ég trúi því að stuðningsmenn mínir og kjósendur hafi skilning á því að þetta tækifæri kemur á miðju kjörtímabili þannig að ég get ekki klárað kjörtímabilið," segir hún. Því hefur verið haldið fram að Bryndís sé með þessu að víkja úr sæti á Alþingi svo Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fái meira vægi í formannslagnum. Um það segir Bryndís: "Ég get ekkert sagt annað en það að samsæriskenningar af þeim toga eru fullkomlega á villigötum. Ég geri þetta algjörlega á mínum eigin forsendum og maður getur ekki látið Gróu á Leiti eða samsæriskenningar stjórna sínu lífi og ég held mig við mínar skýringar og treysti því að fólk skilji þær. Að sögn Bryndísar tók forysta flokksins ákvörðun hennar vel og sýndi henni mikinn skilning. Spurð um hvaða viðbrögð hún hafi fengið segir hún þau yfirleitt jákvæð. "Fólk hefur að minnsta kosti sýnt þessu skilning þó svo að sumir séu misjafnlega ánægðir með að ég sé að hætta í pólitík. Hingað til hef ég ekki fengið annað en skilning frá þeim sem standa mér nærri. Þeir vita að þessi ákvörðun er tekin á mínum forsendum og ég veit í hjartanu að ég er að gera rétt," segir Bryndís. Spurð hvort hún sé hætt í pólitík fullt og allt svarar hún: "Í það minnsta af þeim krafti sem ég var í henni."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira