Leyfa undanþágur á þýðingarskyldu 28. febrúar 2005 00:01 Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ekki ástæðu til að óttast undanþágur frá þýðingarskyldu á lagatexta þar sem þeim verði markaðar þröngar skorður. Lagaskylda um að öll lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi skuli vera á íslenskri tungu verður afnumin með frumvarpi dómsmálaráðherra sem er í lokameðferð Alþingis. Þinginu sjálfu og ráðherra verður veitt heimild til að veita undanþágur frá þýðingarskyldu á EES-reglum og alþjóðlegum samningum. Íslensk málnefnd hefur í umsögn um málið varað alvarlega við þessum undanþágum. En hvernig líst Merði Árnasyni, eina íslenskufræðingnum á Alþingi, á lagabreytinguna? Mörður segir að hann þurfi ekki að vera íslenskufræðingur til að lítast illa á hana. Íslenska sé lagamálið og með því að gera þetta séu menn bæði að spara á íslenskunni og líka að brjóta jafnræðisreglu hjá þegnunum því ekki skilji allir erlendar tungur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir að undanþágum verði settar afar þröngar skorður og því sé ekki ástæða til að óttast lagabreytinguna. Hann telji að ekki sé hægt að marka þessar undanþágur með þrengri skilyrðum en gert sé í þessu tilviki. Aðspurður hvort ekki sé verið að ógna íslenskri tungu með samþykktinni segist Bjarni telja að svo sé alls ekki. Til að mynda sé um að ræða handbækur sem fjalli um mjög þröngt afmarkað sérfræðisvið og það sé bæði tímafrekt verk og ópraktískt að leggja þá kvöð á framkvæmdavaldið að þýða allan slíkan texta. Mörður segist geta fallist á einhverjar undanþágur en ef það sé t.d. vitnað í langar efnafræðiskrár á útlensku þá verði að hvíla sú skylda á íslenskum stjórnvöldum einhver staðar í kerfinu að fólk geti fengið þær þýddar og túlkaðar og skýrðar þannig að íslenska dugi til þess að vera Íslendingur og fara að þeim lögum sem hér ríkja. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ekki ástæðu til að óttast undanþágur frá þýðingarskyldu á lagatexta þar sem þeim verði markaðar þröngar skorður. Lagaskylda um að öll lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi skuli vera á íslenskri tungu verður afnumin með frumvarpi dómsmálaráðherra sem er í lokameðferð Alþingis. Þinginu sjálfu og ráðherra verður veitt heimild til að veita undanþágur frá þýðingarskyldu á EES-reglum og alþjóðlegum samningum. Íslensk málnefnd hefur í umsögn um málið varað alvarlega við þessum undanþágum. En hvernig líst Merði Árnasyni, eina íslenskufræðingnum á Alþingi, á lagabreytinguna? Mörður segir að hann þurfi ekki að vera íslenskufræðingur til að lítast illa á hana. Íslenska sé lagamálið og með því að gera þetta séu menn bæði að spara á íslenskunni og líka að brjóta jafnræðisreglu hjá þegnunum því ekki skilji allir erlendar tungur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir að undanþágum verði settar afar þröngar skorður og því sé ekki ástæða til að óttast lagabreytinguna. Hann telji að ekki sé hægt að marka þessar undanþágur með þrengri skilyrðum en gert sé í þessu tilviki. Aðspurður hvort ekki sé verið að ógna íslenskri tungu með samþykktinni segist Bjarni telja að svo sé alls ekki. Til að mynda sé um að ræða handbækur sem fjalli um mjög þröngt afmarkað sérfræðisvið og það sé bæði tímafrekt verk og ópraktískt að leggja þá kvöð á framkvæmdavaldið að þýða allan slíkan texta. Mörður segist geta fallist á einhverjar undanþágur en ef það sé t.d. vitnað í langar efnafræðiskrár á útlensku þá verði að hvíla sú skylda á íslenskum stjórnvöldum einhver staðar í kerfinu að fólk geti fengið þær þýddar og túlkaðar og skýrðar þannig að íslenska dugi til þess að vera Íslendingur og fara að þeim lögum sem hér ríkja.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira