Leyfa undanþágur á þýðingarskyldu 28. febrúar 2005 00:01 Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ekki ástæðu til að óttast undanþágur frá þýðingarskyldu á lagatexta þar sem þeim verði markaðar þröngar skorður. Lagaskylda um að öll lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi skuli vera á íslenskri tungu verður afnumin með frumvarpi dómsmálaráðherra sem er í lokameðferð Alþingis. Þinginu sjálfu og ráðherra verður veitt heimild til að veita undanþágur frá þýðingarskyldu á EES-reglum og alþjóðlegum samningum. Íslensk málnefnd hefur í umsögn um málið varað alvarlega við þessum undanþágum. En hvernig líst Merði Árnasyni, eina íslenskufræðingnum á Alþingi, á lagabreytinguna? Mörður segir að hann þurfi ekki að vera íslenskufræðingur til að lítast illa á hana. Íslenska sé lagamálið og með því að gera þetta séu menn bæði að spara á íslenskunni og líka að brjóta jafnræðisreglu hjá þegnunum því ekki skilji allir erlendar tungur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir að undanþágum verði settar afar þröngar skorður og því sé ekki ástæða til að óttast lagabreytinguna. Hann telji að ekki sé hægt að marka þessar undanþágur með þrengri skilyrðum en gert sé í þessu tilviki. Aðspurður hvort ekki sé verið að ógna íslenskri tungu með samþykktinni segist Bjarni telja að svo sé alls ekki. Til að mynda sé um að ræða handbækur sem fjalli um mjög þröngt afmarkað sérfræðisvið og það sé bæði tímafrekt verk og ópraktískt að leggja þá kvöð á framkvæmdavaldið að þýða allan slíkan texta. Mörður segist geta fallist á einhverjar undanþágur en ef það sé t.d. vitnað í langar efnafræðiskrár á útlensku þá verði að hvíla sú skylda á íslenskum stjórnvöldum einhver staðar í kerfinu að fólk geti fengið þær þýddar og túlkaðar og skýrðar þannig að íslenska dugi til þess að vera Íslendingur og fara að þeim lögum sem hér ríkja. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ekki ástæðu til að óttast undanþágur frá þýðingarskyldu á lagatexta þar sem þeim verði markaðar þröngar skorður. Lagaskylda um að öll lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi skuli vera á íslenskri tungu verður afnumin með frumvarpi dómsmálaráðherra sem er í lokameðferð Alþingis. Þinginu sjálfu og ráðherra verður veitt heimild til að veita undanþágur frá þýðingarskyldu á EES-reglum og alþjóðlegum samningum. Íslensk málnefnd hefur í umsögn um málið varað alvarlega við þessum undanþágum. En hvernig líst Merði Árnasyni, eina íslenskufræðingnum á Alþingi, á lagabreytinguna? Mörður segir að hann þurfi ekki að vera íslenskufræðingur til að lítast illa á hana. Íslenska sé lagamálið og með því að gera þetta séu menn bæði að spara á íslenskunni og líka að brjóta jafnræðisreglu hjá þegnunum því ekki skilji allir erlendar tungur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir að undanþágum verði settar afar þröngar skorður og því sé ekki ástæða til að óttast lagabreytinguna. Hann telji að ekki sé hægt að marka þessar undanþágur með þrengri skilyrðum en gert sé í þessu tilviki. Aðspurður hvort ekki sé verið að ógna íslenskri tungu með samþykktinni segist Bjarni telja að svo sé alls ekki. Til að mynda sé um að ræða handbækur sem fjalli um mjög þröngt afmarkað sérfræðisvið og það sé bæði tímafrekt verk og ópraktískt að leggja þá kvöð á framkvæmdavaldið að þýða allan slíkan texta. Mörður segist geta fallist á einhverjar undanþágur en ef það sé t.d. vitnað í langar efnafræðiskrár á útlensku þá verði að hvíla sú skylda á íslenskum stjórnvöldum einhver staðar í kerfinu að fólk geti fengið þær þýddar og túlkaðar og skýrðar þannig að íslenska dugi til þess að vera Íslendingur og fara að þeim lögum sem hér ríkja.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira