Sendinefndin með leynivopn 1. mars 2005 00:01 Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Fischers er á leið til Japans til að þrýsta á um að hann verði leystur úr haldi. Nefndin hefur leynivopn í farteskinu sem dregið verður fram ef Fischer fæst ekki látinn laus. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, er nýlentur í Tókýó ásamt föruneyti og fær hann að heimsækja Fischer á morgun, miðvikudag, en þrjátíu og þrjú ár eru liðin frá skákeinvígi aldarinnar hér á landi þar sem þeir hittust fyrst. Munu þeir ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Sendinefndin sem fer í dag heldur utan að ósk Fischers, en erindið er að fá fund með fulltrúum í dómsmála- og utanríkisráðuneytum Japans og þrýsta á um að hann verði látinn laus. Í nefndinni eru auk Sæmundar Pálssonar þeir Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, og tveir fyrrverandi forsetar Skáksambands Íslands, þeir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og Einar S. Einarsson, fyrrverandi forstjóri VISA. Einar segir að ef málið leysist ekki og japönsk yfirvöld gefi ekki skákina verði stefnt að því að máta þau á mánudaginn. Þar á hann við að verði skákmeistarinn enn í haldi í byrjun næstu viku ætli nefndin að koma fram á alþjóðlegum fréttamannafundi í Tókýó á mánudag og gera þar meðal annars grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa áður birst opinberlega, eins og það er orðað. Einar vill ekki útskýra þetta mikið nánar en segir að auðvitað sé ekki allt birt sem málinu tengist. Stuðningsmennirnir viti að þarna séu brögð í tafli og Fischer hafi verið leiddur í gildru á flugvelli í Japan við brottför úr landinu. Hingað til hafi stuðningsmennirnir farið með löndum í þessu efni án þess að vilja styggja neinn en veigamikil rök í málinu hafi ekki komið fram sem verði teflt fram á mánudag ef það þurfi. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sendinefnd á vegum stuðningsmanna Fischers er á leið til Japans til að þrýsta á um að hann verði leystur úr haldi. Nefndin hefur leynivopn í farteskinu sem dregið verður fram ef Fischer fæst ekki látinn laus. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, er nýlentur í Tókýó ásamt föruneyti og fær hann að heimsækja Fischer á morgun, miðvikudag, en þrjátíu og þrjú ár eru liðin frá skákeinvígi aldarinnar hér á landi þar sem þeir hittust fyrst. Munu þeir ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Sendinefndin sem fer í dag heldur utan að ósk Fischers, en erindið er að fá fund með fulltrúum í dómsmála- og utanríkisráðuneytum Japans og þrýsta á um að hann verði látinn laus. Í nefndinni eru auk Sæmundar Pálssonar þeir Garðar Sverrisson, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, og tveir fyrrverandi forsetar Skáksambands Íslands, þeir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og Einar S. Einarsson, fyrrverandi forstjóri VISA. Einar segir að ef málið leysist ekki og japönsk yfirvöld gefi ekki skákina verði stefnt að því að máta þau á mánudaginn. Þar á hann við að verði skákmeistarinn enn í haldi í byrjun næstu viku ætli nefndin að koma fram á alþjóðlegum fréttamannafundi í Tókýó á mánudag og gera þar meðal annars grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa áður birst opinberlega, eins og það er orðað. Einar vill ekki útskýra þetta mikið nánar en segir að auðvitað sé ekki allt birt sem málinu tengist. Stuðningsmennirnir viti að þarna séu brögð í tafli og Fischer hafi verið leiddur í gildru á flugvelli í Japan við brottför úr landinu. Hingað til hafi stuðningsmennirnir farið með löndum í þessu efni án þess að vilja styggja neinn en veigamikil rök í málinu hafi ekki komið fram sem verði teflt fram á mánudag ef það þurfi.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira