Erlent

Møllehøj er hæst

Nú hefur loksins verið skorið úr um hvaða fell er hæst í Danmörku. Til þessa hafa menn talið að Ejer Bavnehøj eða Yding Skovhøj séu þeirra hæst en Jyllansposten hermir að sérleg rannsóknarnefnd hafi komist að því að nálæg hæð, Møllehøj, sé þeim örlítið hærri. Ekki munar þó miklu, Yding Skovhøj rís 170,77 metra yfir sjávarmál en Møllehøj 170,86 metra. Himmelbjerget er hins vegar talsvert lægra, rétt tæpir 150 metrar. Til samanburðar má nefna að Hvannadalshnjúkur er 2119 metra yfir sjávarmáli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×