Segir Gunnar skorta reynslu 1. mars 2005 00:01 Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist telja Gunnar Örlygsson efnilegan stjórnmálamenn en hann skorti reynslu til að fara í varaformannsembættið á landsþingi flokksins um næstu helgi. Hann segir að afbrot hans hafi verið flokknum erfið en fagnar því að málarekstrinum sé lokið. Gunnar Örlygsson hefur nú sagt varaformanninum Magnúsi Þór Hafsteinssyni stríð á hendur og ætlar að bjóða sig fram gegn honum á landsþingi flokksins um næstu helgi. Formaður flokksins á allt eins von á hörðum slag en segir að fleiri geti jafnvel blandað sér í baráttuna. Gunnar sé efnilegur, ungur maður sem eigi marga góða kosti en hann sé hins vegar ungur og hefði mátt hugsa sig betur um. Aðspurður hvort Gunnar hafi ekki stuðning hans við framboðið segir Guðjón að hann standi með varaformanni sínum sem hann hafi starfað með og hann sjái enga ástæðu til annars. Gunnar Örlygsson afplánaði dóm fyrir bókhaldsbrot og kvótasvindl skömmu eftir að hann settist á þing. Hann þurfti að afplána þriggja mánaða dóm fyrir þessi brot í fangelsi en hefði getað greitt skuld sína við samfélagið með samfélagsþjónustu ef ekki hefði komið til gamalt umferðarlagabrot. Umferðarlagabrotið kom flokksforystunni í opna skjöldu og eins þegar fréttist að fiskistofustjóri hefði kært Gunnar Örlygsson árið 1999 til lögreglunnar í Keflavík fyrir nafnlausar hótanir. Gunnar hafði sett miða með hótunum undir þurrkuna á bifreið fiskistofustjóra sem stóð fyrir utan heimili hans. Lögreglan hafði þá fleiri minni háttar mál til rannsóknar á hendur Gunnari. Málin voru gömul því rannsókn hafði tafist í einhvern tíma þar sem hann hafði verið búsettur erlendis. Ríkissaksóknari féll frá saksókn í málinu, játning lá fyrir en brotið þótti ekki stórt. Frá ríkissaksóknara fást þær upplýsingar að öllum málum á hendur Gunnari Örlygssyni hafi lokið sumarið 2003. Spurður hvort mál Gunnars hafi skaðað flokkinn á sínum tíma segir Guðjón Arnar að neikvæð umræða um stjórnmálaflokka skaði þá alltaf eitthvað. Guðjón Arnar segist hafa spurt Gunnar um stöðu mála hans eftir að hann ákvað að fara fram í varaformanninnn. Hann hafi svarað því til að öll mál væru leyst. Hann fagni því að svo sé. Guðjón Arnar segir flokkinn ekki reka neina leyniþjónustu og því hafi orð manna verið tekin trúanleg þegar raðað hafi verið á lista fyrir síðustu alþingiskosningar. Sú spurning vaknar hvort raðað hefði verið öðruvísi á listana ef allt hefði legið fyrir strax í upphafi. Guðjón Arnar svarar því þannig til að ákvörðun um röð á framboðslista hafi verið tekin af allri sambandsstjórninni. Hans afstaða sé sú að skoða hefði mátt málin nánar en hann sé þó þar með ekki að segja að umferðarlagabrot hefðu ráðið þeirri ferð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist telja Gunnar Örlygsson efnilegan stjórnmálamenn en hann skorti reynslu til að fara í varaformannsembættið á landsþingi flokksins um næstu helgi. Hann segir að afbrot hans hafi verið flokknum erfið en fagnar því að málarekstrinum sé lokið. Gunnar Örlygsson hefur nú sagt varaformanninum Magnúsi Þór Hafsteinssyni stríð á hendur og ætlar að bjóða sig fram gegn honum á landsþingi flokksins um næstu helgi. Formaður flokksins á allt eins von á hörðum slag en segir að fleiri geti jafnvel blandað sér í baráttuna. Gunnar sé efnilegur, ungur maður sem eigi marga góða kosti en hann sé hins vegar ungur og hefði mátt hugsa sig betur um. Aðspurður hvort Gunnar hafi ekki stuðning hans við framboðið segir Guðjón að hann standi með varaformanni sínum sem hann hafi starfað með og hann sjái enga ástæðu til annars. Gunnar Örlygsson afplánaði dóm fyrir bókhaldsbrot og kvótasvindl skömmu eftir að hann settist á þing. Hann þurfti að afplána þriggja mánaða dóm fyrir þessi brot í fangelsi en hefði getað greitt skuld sína við samfélagið með samfélagsþjónustu ef ekki hefði komið til gamalt umferðarlagabrot. Umferðarlagabrotið kom flokksforystunni í opna skjöldu og eins þegar fréttist að fiskistofustjóri hefði kært Gunnar Örlygsson árið 1999 til lögreglunnar í Keflavík fyrir nafnlausar hótanir. Gunnar hafði sett miða með hótunum undir þurrkuna á bifreið fiskistofustjóra sem stóð fyrir utan heimili hans. Lögreglan hafði þá fleiri minni háttar mál til rannsóknar á hendur Gunnari. Málin voru gömul því rannsókn hafði tafist í einhvern tíma þar sem hann hafði verið búsettur erlendis. Ríkissaksóknari féll frá saksókn í málinu, játning lá fyrir en brotið þótti ekki stórt. Frá ríkissaksóknara fást þær upplýsingar að öllum málum á hendur Gunnari Örlygssyni hafi lokið sumarið 2003. Spurður hvort mál Gunnars hafi skaðað flokkinn á sínum tíma segir Guðjón Arnar að neikvæð umræða um stjórnmálaflokka skaði þá alltaf eitthvað. Guðjón Arnar segist hafa spurt Gunnar um stöðu mála hans eftir að hann ákvað að fara fram í varaformanninnn. Hann hafi svarað því til að öll mál væru leyst. Hann fagni því að svo sé. Guðjón Arnar segir flokkinn ekki reka neina leyniþjónustu og því hafi orð manna verið tekin trúanleg þegar raðað hafi verið á lista fyrir síðustu alþingiskosningar. Sú spurning vaknar hvort raðað hefði verið öðruvísi á listana ef allt hefði legið fyrir strax í upphafi. Guðjón Arnar svarar því þannig til að ákvörðun um röð á framboðslista hafi verið tekin af allri sambandsstjórninni. Hans afstaða sé sú að skoða hefði mátt málin nánar en hann sé þó þar með ekki að segja að umferðarlagabrot hefðu ráðið þeirri ferð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira