Sport

Mikil ákveðni í að klára þetta

"Það er komið aftur liðheildarbragur á þetta hjá okkur, hver og einn leikmaður er farinn að skila sínu og útlendinguinn fellur vel inn í þetta. Þetta lítur bara vel út en núna er bara úrslitakeppnin framundan. Það skiptir ekki máli að mínu mati á móti hverjum við lendum í úrslitakeppninni því þetta eru fyrirfram fjögur svipuð lið" sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari nýkrýndra deildarmeistara Keflavíkur í kvennakörfunni en Keflavík fékk bikarinn afhentan eftir 16 stiga sigur á Grindavík í gær, 78-62, liðinu sem er í öðru sæti deildarinnar. Keflavík sýndi mikla yfirburði framan af móti en eftir fjóra tapleiki í röð í janúar er liðið að ná sér á strik á ný og vann sinn fjórða leik í röð í gær."Ég er ánægður með karakterinn hjá mínum stelpum að undanförnu, við höfum verið að lenda í ströggli en höfum komið til baka í þeim leikjum sem við höfum lent undir og aldrei gefist upp og það er mikil ákveðni í liðinu á að klára þetta." Grindavík lék í gær án bæði landsliðsfyrirliðans Erlu Þorsteinsdóttur sem og ný kanans síns Ritu Williams en óttast Sverrir Þór nýju NBA-stkjörnu Grindavíkur? "Hún hlýtur að vera góð víst að hún er búinn að spila mörg á í þessarri deild og styrkir þær mikið. Ég sé bara fram á hörku keppni og mér finnst öll liðin vera svipuð að styrkleika. Ég efast ekki um að þetta sé sterkasta úrslitakeppni í kvennakörfunni frá upphafi og það hefur aldrei verið lagt eins mikið í kvennaboltann og þetta verður mjög áhugaverð úrslitakeppni," sagði Sverrir Þór en Keflavíkurliðið hefur unnið 16 af 19 deildarleikjum sínum í vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×