Samkeppnisstofnun varaði við sölu 3. mars 2005 00:01 Samkeppnisstofnun varaði við áhrifum af sölu grunnnets Landssímans fyrir fjórum árum. Stofnunin taldi það hafa alvarlegar afleiðingar ef ekki yrði gripið til hliðaraðgerða vegna símasölunnar. Hart var deilt um grunnnetið á Alþingi í morgun. Forsætisráðherra sagði m.a. að ekki kæmi til greina að aðskilja það frá Landssímanum áður en hann yrði seldur, jafnvel þótt meirihluti þjóðarinnar sé því fylgjandi. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingar, spurði forsætisráðherra í morgun hvort Samkeppnisstofnun hefði skilað einkavæðinganefnd svartri skýrslu um alvarlegar afleiðingar þess að grunnetið yrði selt. Ef svo þá ættu allir þingmenn að fá að sjá þau gögn. Samkvæmt heimildum fréttastofu bað einkavæðinganefnd um minnisblað frá Samkeppnisstofnun fyrir rúmum fjórum árum vegna sölu Landssímans. Þar bendir Samkeppnistofnun á að Landssíminn hafi í krafti eitt hundrað ára einokunar komið sér upp fullkomnu fjarskiptakerfi og eigi lagnir nánast að öllum heimilum og fyrirtækjum í landinu. Stofnunin taldi alvarlegt ef ekki yrði gripið til hliðaraðgerða við sölu Landssímans og dró upp tvo meginkosti. Annar er sá að aðskilja grunnetið frá Símanum en það tryggði fullkomið jafnræði milli keppinauta á markaði, yrði grunnnetið áfram í eigu ríkisins. Það drægi jafnframt úr yfirburðastöðu Landssímans í fjarskiptaþjónustu. Ókostur þess væri þó að það stuðlaði ekki að samkeppni í rekstri grunnkerfa. Það sé hins vegar óljóst hversu mörg grunnkerfi markaðurinn bæri. Kostur númer tvö sem Samkeppnisstofnun dregur fram er að gera Símanum að selja breiðbandið. Ef sú leið væri farin þyrfti að tryggja fullkominn aðgang keppinauta að heimtaug Landssímans. Innan Evrópusambandsins væri lögð áhersla á að grípa til beggja þessara aðgerða til að tryggja samkeppni. Samkeppnisstofnun bendir jafnframt á að í samrunamáli Telia og Telenor á Norðurlöndum hafi framkvæmdastjórnin fallist á samrunann, gegn því að fyrirtækin seldu frá sér kapalkerfin og norsk og sænsk stjórnvöld hafi tryggt ótakmarkaðan aðgang að heimtaugum fyrirtækjanna. Forsætisráðherra sagði á þinginu í dag að fyrirliggjandi sé heimild Alþingis frá árinu 2001 til að selja Símann í einu lagi. Sú ákvörðun grundvallaðist á áliti fjölda sérfræðinga - hvorki væri skynsamlegt né þörf fyrir að aðskilja grunnnetið frá öðrum þjónustuþáttum fyrirtækisins. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Sjá meira
Samkeppnisstofnun varaði við áhrifum af sölu grunnnets Landssímans fyrir fjórum árum. Stofnunin taldi það hafa alvarlegar afleiðingar ef ekki yrði gripið til hliðaraðgerða vegna símasölunnar. Hart var deilt um grunnnetið á Alþingi í morgun. Forsætisráðherra sagði m.a. að ekki kæmi til greina að aðskilja það frá Landssímanum áður en hann yrði seldur, jafnvel þótt meirihluti þjóðarinnar sé því fylgjandi. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingar, spurði forsætisráðherra í morgun hvort Samkeppnisstofnun hefði skilað einkavæðinganefnd svartri skýrslu um alvarlegar afleiðingar þess að grunnetið yrði selt. Ef svo þá ættu allir þingmenn að fá að sjá þau gögn. Samkvæmt heimildum fréttastofu bað einkavæðinganefnd um minnisblað frá Samkeppnisstofnun fyrir rúmum fjórum árum vegna sölu Landssímans. Þar bendir Samkeppnistofnun á að Landssíminn hafi í krafti eitt hundrað ára einokunar komið sér upp fullkomnu fjarskiptakerfi og eigi lagnir nánast að öllum heimilum og fyrirtækjum í landinu. Stofnunin taldi alvarlegt ef ekki yrði gripið til hliðaraðgerða við sölu Landssímans og dró upp tvo meginkosti. Annar er sá að aðskilja grunnetið frá Símanum en það tryggði fullkomið jafnræði milli keppinauta á markaði, yrði grunnnetið áfram í eigu ríkisins. Það drægi jafnframt úr yfirburðastöðu Landssímans í fjarskiptaþjónustu. Ókostur þess væri þó að það stuðlaði ekki að samkeppni í rekstri grunnkerfa. Það sé hins vegar óljóst hversu mörg grunnkerfi markaðurinn bæri. Kostur númer tvö sem Samkeppnisstofnun dregur fram er að gera Símanum að selja breiðbandið. Ef sú leið væri farin þyrfti að tryggja fullkominn aðgang keppinauta að heimtaug Landssímans. Innan Evrópusambandsins væri lögð áhersla á að grípa til beggja þessara aðgerða til að tryggja samkeppni. Samkeppnisstofnun bendir jafnframt á að í samrunamáli Telia og Telenor á Norðurlöndum hafi framkvæmdastjórnin fallist á samrunann, gegn því að fyrirtækin seldu frá sér kapalkerfin og norsk og sænsk stjórnvöld hafi tryggt ótakmarkaðan aðgang að heimtaugum fyrirtækjanna. Forsætisráðherra sagði á þinginu í dag að fyrirliggjandi sé heimild Alþingis frá árinu 2001 til að selja Símann í einu lagi. Sú ákvörðun grundvallaðist á áliti fjölda sérfræðinga - hvorki væri skynsamlegt né þörf fyrir að aðskilja grunnnetið frá öðrum þjónustuþáttum fyrirtækisins.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Sjá meira