Segir kúvent í flugvallarmáli 6. mars 2005 00:01 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir samkomulag við samgönguráðherra sýna að borgarstjóri hafi kúvent í flugvallarmálinu. Borgarstjóri segir að aðeins sé um minnisblað að ræða sem skuldbindi ekki borgina. Samkomulagið sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirrituðu þann 11. febrúar kveður á um víðtækar breytingar á svæði Reykjavíkurflugvallar þar sem gert er ráð fyrir að samgöngumiðstöð verði reist. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að um stórmál sé að ræða fyrir Reykjavík og að samkomulag borgarstjóra og samgönguráðherra hefði átt að ræða í borgarráði. Það hafi verið mjög sérkennilegt að sjá það í fréttum Stöðvar 2 að fréttasofan hefði undir höndum minnisblað sem borgarstjóri og samgönguráðherra hefðu undirritað um þetta stóra mál. Það hefði ekkert verið kynnt í borgarráði eða minnisblaðið lagt þar fram og samt sé sagt að það séu þrjár vikur síðan minnisblaðið var undirritað. Að mati Vilhjálms eru þetta ekki góð vinnubrögð og hann gagnrýnir þau. Hins vegar segir hann ljóst út frá minnisblaðinu að um algera kúvendingu sé að ræða af hálfu R-listans í málinu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir samkomulagið aðeins vera minnispunkta sem séu ekki skuldbindandi fyrir Reykjavíkurborg. Hún vísar gagnrýni oddvita sjálfstæðismanna á bug. Vilhjálmi hafi verið fullkunnugt um að hún hafi átt í viðræðum við samgönguráðherra. Minnisblaðið verði lagt fram í borgarráði á fimmtudaginn kemur þannig að vinnubrögðin séu fullkomlega eðlileg. Aðspurð hvort þetta séu venjuleg vinnubrögð í svo stóru máli ítrekar Steinunn að hér sé um minnisblað að ræða milli borgarstjóra og samgönguráðherra og það hafi orðið að samkomulagi milli hennar og ráðherra að hann legði það fyrst fram í ríkisstjórn og hún svo í borgarráði og það muni hún gera á fimmtudaginn. Spurð hvort minnisblaðið sé ekki skuldbindandi fyrir borgina segir Steinunn að minnisblaðið snúist um sameiginlegar áherslur hennar og ráðherra sem feli ekkert í sér nema viljayfirlýsingu og engar skuldbindingar í sjálfu sér. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir samkomulag við samgönguráðherra sýna að borgarstjóri hafi kúvent í flugvallarmálinu. Borgarstjóri segir að aðeins sé um minnisblað að ræða sem skuldbindi ekki borgina. Samkomulagið sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirrituðu þann 11. febrúar kveður á um víðtækar breytingar á svæði Reykjavíkurflugvallar þar sem gert er ráð fyrir að samgöngumiðstöð verði reist. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að um stórmál sé að ræða fyrir Reykjavík og að samkomulag borgarstjóra og samgönguráðherra hefði átt að ræða í borgarráði. Það hafi verið mjög sérkennilegt að sjá það í fréttum Stöðvar 2 að fréttasofan hefði undir höndum minnisblað sem borgarstjóri og samgönguráðherra hefðu undirritað um þetta stóra mál. Það hefði ekkert verið kynnt í borgarráði eða minnisblaðið lagt þar fram og samt sé sagt að það séu þrjár vikur síðan minnisblaðið var undirritað. Að mati Vilhjálms eru þetta ekki góð vinnubrögð og hann gagnrýnir þau. Hins vegar segir hann ljóst út frá minnisblaðinu að um algera kúvendingu sé að ræða af hálfu R-listans í málinu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir samkomulagið aðeins vera minnispunkta sem séu ekki skuldbindandi fyrir Reykjavíkurborg. Hún vísar gagnrýni oddvita sjálfstæðismanna á bug. Vilhjálmi hafi verið fullkunnugt um að hún hafi átt í viðræðum við samgönguráðherra. Minnisblaðið verði lagt fram í borgarráði á fimmtudaginn kemur þannig að vinnubrögðin séu fullkomlega eðlileg. Aðspurð hvort þetta séu venjuleg vinnubrögð í svo stóru máli ítrekar Steinunn að hér sé um minnisblað að ræða milli borgarstjóra og samgönguráðherra og það hafi orðið að samkomulagi milli hennar og ráðherra að hann legði það fyrst fram í ríkisstjórn og hún svo í borgarráði og það muni hún gera á fimmtudaginn. Spurð hvort minnisblaðið sé ekki skuldbindandi fyrir borgina segir Steinunn að minnisblaðið snúist um sameiginlegar áherslur hennar og ráðherra sem feli ekkert í sér nema viljayfirlýsingu og engar skuldbindingar í sjálfu sér.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira