Íslendingafélögin í andaslitrunum? 6. mars 2005 00:01 Eru Íslendingafélögin á Norðurlöndunum í andarslitrunum? Stjórnendur félaga í Danmörku, Noregi og Svíþjóð segja að félögin verði að laga sig að breyttum tímum ætli þau að halda velli. Rúmlega 200 þúsund manns búa í Árósum í Danmörku. Bjarni Danivalsson, stjórnarmaður í Íslendingafélaginu þar, segir félagið vera í samkeppni við afþreyingar- og tæknimöguleika nútímans. Fólk sé í sambandi á Netinu allan sólarhringinn og hafi því ekki eins mikla þörf fyrir að koma á kaffifund og spjalla við fólk og áður. Bjarni segir erfiðara að komast í samband við nýja hópa sem koma á haustin, en í Árósum sem og víðar hefur verið stofnað sérstakt félag íslenskra námsmanna. Hann segir að reynt hafi verið að hengja upp auglýsingar í háskólanum og búðum sem vitað sé að Íslendingar sæki en lítið hafi komið út út því. Sunnar á Jótlandi er aðra sögu að segja frá 50.000 manna bænum Horsens. Þar búa um 400 Íslendingar og um helmingur þeirra í sama hverfinu, hinum svokallaða Mosa. Einar Birgisson hjá Íslendingafélaginu Horsens segir að í þau tæpu tvö ár sem hann hafi búið í bænum hafi hann eignast yndislega vini og 90 prósent þeirra séu Íslendingar, einmitt vegna þess hvar hann búi. Vefurinn er fréttaveitan í dag. Félag íslenskra námsmanna í Osló og nágrenni hætti þannig fyrir þremur árum að bjóða uppá sameiginlega Moggastund en segir þörf vera á menningarviðburðum eins og þorrablótum. Í Gautaborg aftur á móti var þorrablóti aflýst í fyrsta sinn í ár og segir gjaldkeri félagsins að það sé nánast ómögulegt að fá fólk til að taka þátt í því sem boðið er upp á. Fjölmennasta þorrablótið til þessa var hins vegar haldið í 27.000 manna bænum Sönderborg í Danmörku. Það gengur því betur í smærri bæjum. Einar Birgisson segir að 120 miðar hafi verið í boði þar og þeir hafi allir farið. Tilveran Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Eru Íslendingafélögin á Norðurlöndunum í andarslitrunum? Stjórnendur félaga í Danmörku, Noregi og Svíþjóð segja að félögin verði að laga sig að breyttum tímum ætli þau að halda velli. Rúmlega 200 þúsund manns búa í Árósum í Danmörku. Bjarni Danivalsson, stjórnarmaður í Íslendingafélaginu þar, segir félagið vera í samkeppni við afþreyingar- og tæknimöguleika nútímans. Fólk sé í sambandi á Netinu allan sólarhringinn og hafi því ekki eins mikla þörf fyrir að koma á kaffifund og spjalla við fólk og áður. Bjarni segir erfiðara að komast í samband við nýja hópa sem koma á haustin, en í Árósum sem og víðar hefur verið stofnað sérstakt félag íslenskra námsmanna. Hann segir að reynt hafi verið að hengja upp auglýsingar í háskólanum og búðum sem vitað sé að Íslendingar sæki en lítið hafi komið út út því. Sunnar á Jótlandi er aðra sögu að segja frá 50.000 manna bænum Horsens. Þar búa um 400 Íslendingar og um helmingur þeirra í sama hverfinu, hinum svokallaða Mosa. Einar Birgisson hjá Íslendingafélaginu Horsens segir að í þau tæpu tvö ár sem hann hafi búið í bænum hafi hann eignast yndislega vini og 90 prósent þeirra séu Íslendingar, einmitt vegna þess hvar hann búi. Vefurinn er fréttaveitan í dag. Félag íslenskra námsmanna í Osló og nágrenni hætti þannig fyrir þremur árum að bjóða uppá sameiginlega Moggastund en segir þörf vera á menningarviðburðum eins og þorrablótum. Í Gautaborg aftur á móti var þorrablóti aflýst í fyrsta sinn í ár og segir gjaldkeri félagsins að það sé nánast ómögulegt að fá fólk til að taka þátt í því sem boðið er upp á. Fjölmennasta þorrablótið til þessa var hins vegar haldið í 27.000 manna bænum Sönderborg í Danmörku. Það gengur því betur í smærri bæjum. Einar Birgisson segir að 120 miðar hafi verið í boði þar og þeir hafi allir farið.
Tilveran Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira