Unglingarnir standa sig vel Stefán Jón Hafstein skrifar 7. mars 2005 00:01 Forvarnir - Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Árangur Reykjavíkurborgar í forvarnarmálum er nú orðinn útflutningsvara í evrópsku samstarfsverkefni, þar sem leitað er til þeirra sem taldir eru hafa náð markverðum árangri hér í borg. Þekking og árangur í Reykjavík eru útflutningshæf verðmæti að mati samstarfsþjóða okkar. Þetta og margt annað kom fram á fundi í Ráðhúsinu þar sem komu saman fulltrúar mennta-, tómstunda- og velferðarmála ásamt fræðimönnum til að ræða stöðu vímuvarna í borginni. Árangur hin síðari ár er markverður. Inga Dóra Sigfúsdóttir frá Rannsóknum og greiningu notaði orðin ,,umtalsverður sigur" fyrir Reykjavík þegar hún fór yfir árangur síðari ára og stöðu forvarnarmála. Vímuefnaneysla unglinga í grunnskólum borgarinnar hefur minnkað verulega. Árangurinn felst í mörgum ólíkum þáttum. Öflugt foreldrasamstarf skilar árgangri, sterkt venslanet í skólum, vel skipulagðar tómstundir - margt stuðlar að þessum sigri sem Inga Dóra nefndi. Sjálfum fannst mér fyrirlestar og upplýsingar sem fram komu á fundinum benda til ákveðinnar viðhorfsbreytingar. Áður hétu ,,forvarnir" eitthvað sem merkti ,,fræðsla og áróður" sem áttu að skila því að unglingar létu ekki freistast. Rannsóknir sýna okkur að í raun þarf að taka á miklu fleiri þáttum sem saman geta kallast mannrækt. Hún felur í sér að unglingum sé gefin hæfni og geta að taka ábyrgð á eigin lífi. Við sjáum að árangur í vímuvörnum er háður ýmsum þáttum, og niðurstaða er breytileg eftir hverfum borgarinnar. Við teljum að með nýjum þjónustumiðstöðvum í öllum hverfum verði enn betur mögulegt en áður að samþætta og efla forvarnastarf á ýmsum sviðum og taka mið af aðstæðum í hverjum borgarhluta. Því verða haldnir fundir í hverfum borgarinnar á næstunni þar sem farið verður yfir stöðu mála í hverjum borgarhluta, upplýsingum miðlað og sótt í smiðju þeirra sem vel þekkja til á vettvangi. Hverfisráðin munu standa fyrir þessum fundum, enda einmitt hlutverk þeirra að miðla upplýsingum og kalla saman fólk þar sem vænlegt er að þekking og reynsla muni skila enn betri árangri. Til mikils er að vinna og óska má þeim sem unnið hafa að þessum málum til hamingju, en helst þó unglingum í borginni sem langflestir sýna vilja sinn í verki á svo jákvæðan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Forvarnir - Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Árangur Reykjavíkurborgar í forvarnarmálum er nú orðinn útflutningsvara í evrópsku samstarfsverkefni, þar sem leitað er til þeirra sem taldir eru hafa náð markverðum árangri hér í borg. Þekking og árangur í Reykjavík eru útflutningshæf verðmæti að mati samstarfsþjóða okkar. Þetta og margt annað kom fram á fundi í Ráðhúsinu þar sem komu saman fulltrúar mennta-, tómstunda- og velferðarmála ásamt fræðimönnum til að ræða stöðu vímuvarna í borginni. Árangur hin síðari ár er markverður. Inga Dóra Sigfúsdóttir frá Rannsóknum og greiningu notaði orðin ,,umtalsverður sigur" fyrir Reykjavík þegar hún fór yfir árangur síðari ára og stöðu forvarnarmála. Vímuefnaneysla unglinga í grunnskólum borgarinnar hefur minnkað verulega. Árangurinn felst í mörgum ólíkum þáttum. Öflugt foreldrasamstarf skilar árgangri, sterkt venslanet í skólum, vel skipulagðar tómstundir - margt stuðlar að þessum sigri sem Inga Dóra nefndi. Sjálfum fannst mér fyrirlestar og upplýsingar sem fram komu á fundinum benda til ákveðinnar viðhorfsbreytingar. Áður hétu ,,forvarnir" eitthvað sem merkti ,,fræðsla og áróður" sem áttu að skila því að unglingar létu ekki freistast. Rannsóknir sýna okkur að í raun þarf að taka á miklu fleiri þáttum sem saman geta kallast mannrækt. Hún felur í sér að unglingum sé gefin hæfni og geta að taka ábyrgð á eigin lífi. Við sjáum að árangur í vímuvörnum er háður ýmsum þáttum, og niðurstaða er breytileg eftir hverfum borgarinnar. Við teljum að með nýjum þjónustumiðstöðvum í öllum hverfum verði enn betur mögulegt en áður að samþætta og efla forvarnastarf á ýmsum sviðum og taka mið af aðstæðum í hverjum borgarhluta. Því verða haldnir fundir í hverfum borgarinnar á næstunni þar sem farið verður yfir stöðu mála í hverjum borgarhluta, upplýsingum miðlað og sótt í smiðju þeirra sem vel þekkja til á vettvangi. Hverfisráðin munu standa fyrir þessum fundum, enda einmitt hlutverk þeirra að miðla upplýsingum og kalla saman fólk þar sem vænlegt er að þekking og reynsla muni skila enn betri árangri. Til mikils er að vinna og óska má þeim sem unnið hafa að þessum málum til hamingju, en helst þó unglingum í borginni sem langflestir sýna vilja sinn í verki á svo jákvæðan hátt.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun