Menning

Stúlkur hafa gott sjálfstraust

"Íslensku stúlkurnar hafa gott sjálfstraust, skipuleggja stærðfræðinám sitt vel og hafa gott úthald. En þær beita sjaldan rannsóknarnálgun og kafa yfirleitt ekki djúpt í viðfangsefnin," segir Guðbjörg Pálsdóttir aðjúnkt. Hún flytur erindi um viðhorf unglingsstúlkna til stærðfræði og stærðfræðináms í dag kl. 16.15 í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð. Erindið byggir hún á rannsóknum. "Ég ræddi við fjórar íslenskar stúlkur á lokaári í grunnskóla og ber viðhorf þeirra saman við viðhorf stúlkna í öðrum löndum," segir hún og kveðst styðjast við niðurstöður úr svokölluðum PISA rannsóknum frá árunum 2000 og 2003 sem gerðar voru í OECD -löndunum og sænsku rannsóknina "Kön og matematik". Hún segir íslensku stúlkurnar hafa að mörgu leyti svipuð viðhorf og stöllur þeirra í Svíþjóð og OECD-löndunum. Þær líti á stærðfræði sem ferli og leggi áherslu á skilning og lausn þeirra viðfangsefna sem þær fá í hendur. En öfugt við niðurstöður PISA-rannsóknar frá árinu 2000 leggja íslensku stúlkurnar áherslu á einstaklingsvinnu og telja samvinnunám ekki mikilvægt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×