Hafnar beiðni um lausn Fischers
Útlendingastofnun japanska dómsmálaráðuneytisins hafnaði í morgun beiðni lögmanns Bobbys Fishers um að hann yrði leystur úr haldi. Ráðuneytið telur að það breyti engu um aðstöðu Fischers þótt hann hafi íslenskt vegabréf en öðru gilti ef hann fengi íslenskan ríkisborgararétt.