Segir stjórnarsetu ekki óeðlilega 10. mars 2005 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekkert óeðlilegt við að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sitji í stjórn Bakkavarar. Bakkavör er orðuð við kaup á Símanum. Steingrímur J. Sigfússon kallar eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda sem á sínum tíma kröfðust þess að Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, viki sæti úr stjórnum fyrirtækja í sömu aðstöðu. Forstjóri Símans, Brynjólfur Bjarnason, er stjórnarformaður Almenna lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar sem mjög er orðuð við fyrirhuguð kaup á Símanum. Enginn ráðherra hefur gert athugasemdir við það. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni, sem þá var forstjóri Símans, hins vegar gert að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaáforma Símans að undirlagi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. Reyndar tilgreindi Sturla það sem eina ástæðu þess að Þórarinn hefði verið látinn hætta sem forstjóri Símans að hann hefði eingöngu kallað inn fyrir sig varamenn í stjórnirnar. Í fljótu bragði er erfitt að sjá muninn á aðstöðunni sem Brynjólfur er í nú og þeirri aðstöðu sem Þórarinn var í á sínum tíma. Upp á það vill Geir H. Haarde fjármálaráðherra þó ekki kvitta. Geir baðst undan viðtali en sagði í símtali við fréttamann að ekkert væri óeðlilegt við stjórnarsetu Brynjólfs í Bakkavör og Almenna Lífeyrissjóðnum. Hann benti á að fyrirhuguð einkavæðing Símans í þetta skipti væri í fastari skorðum og forstjóri Símans ekki jafn tengdur söluferlinu og í forstjóratíð Þórarins Viðars. Söluferlið væri ekki komið það langt að það reyni á það hvort hætta sé á hagsmunaárekstrum. Hann sagði enn fremur að hvorki fréttastofa Stöðvar 2 né hann sjálfur hefði nokkra hugmynd um það hver kæmi til með að kaupa Símann eða bjóða í fyrirtækið, Bakkavör eða aðrir. Hvort brotið hafi verið á Þórarni Viðari vildi ráðherra ekkert tjá sig um. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður kallar þó eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda við sambærilegar aðstæður. Hann segir það geðþóttaákvörðun hverju sinni hvort menn eigi að hafa hreint borð í þessum efnum eða ekki. Hann hafi haldið að ríkisstjórnin hefði lært það af fyrri óförum sínum í málefnum Símans að reyna nú að standa þannig að málum að það væri sæmilega hafið yfir vafa og ekki sköpuð tortryggni eins og svona lagað bjóði upp á. Og það telur Steingrímur að stjórnarseta Brynjólfs, forstjóra Símans, í félögum sem orðuð eru við fyrirhuguð kaup, geri. Hann telji að það sé alveg ljóst að það sé óheppilegt að það liggi einhverjir þræðir á milli fyrirtækisins sem bíði þess að verða selt og aðila í þjóðfélaginu sem kunni að hafa áhuga á að kaupa það. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekkert óeðlilegt við að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sitji í stjórn Bakkavarar. Bakkavör er orðuð við kaup á Símanum. Steingrímur J. Sigfússon kallar eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda sem á sínum tíma kröfðust þess að Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, viki sæti úr stjórnum fyrirtækja í sömu aðstöðu. Forstjóri Símans, Brynjólfur Bjarnason, er stjórnarformaður Almenna lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar sem mjög er orðuð við fyrirhuguð kaup á Símanum. Enginn ráðherra hefur gert athugasemdir við það. Fyrir þremur árum var Þórarni Viðari Þórarinssyni, sem þá var forstjóri Símans, hins vegar gert að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna einkavæðingaáforma Símans að undirlagi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. Reyndar tilgreindi Sturla það sem eina ástæðu þess að Þórarinn hefði verið látinn hætta sem forstjóri Símans að hann hefði eingöngu kallað inn fyrir sig varamenn í stjórnirnar. Í fljótu bragði er erfitt að sjá muninn á aðstöðunni sem Brynjólfur er í nú og þeirri aðstöðu sem Þórarinn var í á sínum tíma. Upp á það vill Geir H. Haarde fjármálaráðherra þó ekki kvitta. Geir baðst undan viðtali en sagði í símtali við fréttamann að ekkert væri óeðlilegt við stjórnarsetu Brynjólfs í Bakkavör og Almenna Lífeyrissjóðnum. Hann benti á að fyrirhuguð einkavæðing Símans í þetta skipti væri í fastari skorðum og forstjóri Símans ekki jafn tengdur söluferlinu og í forstjóratíð Þórarins Viðars. Söluferlið væri ekki komið það langt að það reyni á það hvort hætta sé á hagsmunaárekstrum. Hann sagði enn fremur að hvorki fréttastofa Stöðvar 2 né hann sjálfur hefði nokkra hugmynd um það hver kæmi til með að kaupa Símann eða bjóða í fyrirtækið, Bakkavör eða aðrir. Hvort brotið hafi verið á Þórarni Viðari vildi ráðherra ekkert tjá sig um. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður kallar þó eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda við sambærilegar aðstæður. Hann segir það geðþóttaákvörðun hverju sinni hvort menn eigi að hafa hreint borð í þessum efnum eða ekki. Hann hafi haldið að ríkisstjórnin hefði lært það af fyrri óförum sínum í málefnum Símans að reyna nú að standa þannig að málum að það væri sæmilega hafið yfir vafa og ekki sköpuð tortryggni eins og svona lagað bjóði upp á. Og það telur Steingrímur að stjórnarseta Brynjólfs, forstjóra Símans, í félögum sem orðuð eru við fyrirhuguð kaup, geri. Hann telji að það sé alveg ljóst að það sé óheppilegt að það liggi einhverjir þræðir á milli fyrirtækisins sem bíði þess að verða selt og aðila í þjóðfélaginu sem kunni að hafa áhuga á að kaupa það.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira