Stjórnskipun á krossgötum 10. mars 2005 00:01 Ágreiningurinn um stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands, sem spannst af deilunum um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í fyrrasumar, hefur skapað vinnunni sem nú er hafin að endurskoðun stjórnarskrárinnar þróttmikla og víða skírskotun. Það vekur vonir um að það takist að virkja almenning til að láta sig endurskoðunarstarfið varða. Þannig sé þessi atlaga að endurskoðun stjórnarskrárinnar vænleg til að skila meiri árangri en fyrri tilraunir til þess, en þær hafa verið nokkrar á lýðveldistímanum. Þetta kom fram í máli frummælenda á ráðstefnu um endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í gær. Eiríkur Tómasson lagaprófessor og formaður sérfræðinganefndar sem hefur það hlutverk að vera hinni pólitískt skipuðu stjórnarskrárnefnd til ráðgjafar um endurskoðunina, sagði í sínu erindi að ákvæði stjórnarskrárinnar um hlutverk og stöðu forseta Íslands væri meðal þess sem kæmi til álita að breyta. Þessi ákvæði væru þó aðeins einn margra þátta sem nærri lægi að taka til endurskoðunar. Atburðarásin síðasta sumar þykir hafa sýnt að þörf sé á að gera ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta skýrari, en á þetta ákvæði reyndi í fyrsta sinn er forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið. Að mati Eiríks er í þessu sambandi mikilvægast að niðurstaða endurskoðunarinnar njóti ótvíræðs stuðnings þjóðarinnar, hvort sem hún yrði sú að afnema þetta vald forsetans, að aðrar leiðir til að skjóta frumvarpi í dóm þjóðarinnar komi í þess stað, eða einhver önnur. Meðal annarra þátta sem brýnt þykir að breyta í stjórnarskránni er að innleiða í hana ákvæði sem opnaði fyrir möguleikann á framsali fullveldis til fjöl- og yfirþjóðlegra stofnanad, en engin slík ákvæði er að finna í henni nú. Aðrir frummælendur á ráðstefnunni voru Eivind Smith, prófessor í stjórnskipunarrétti við Óslóarháskóla og einn kunnasti sérfræðingur Noregs í þessum efnum, Kári á Rógvi, varaformaður nefndar sem vinnur að gerð draga að stjórnarskrá fyrir Færeyjar, Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur Samtaka iðnaðarins, og Ágúst Þór Árnason, en hann skipulagði ráðstefnuna fyrir hönd Félagsvísinda- og lagadeildar HA. Vef stjórnarskrárnefndar má finna á slóðinni http://stjornarskra.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Ágreiningurinn um stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands, sem spannst af deilunum um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í fyrrasumar, hefur skapað vinnunni sem nú er hafin að endurskoðun stjórnarskrárinnar þróttmikla og víða skírskotun. Það vekur vonir um að það takist að virkja almenning til að láta sig endurskoðunarstarfið varða. Þannig sé þessi atlaga að endurskoðun stjórnarskrárinnar vænleg til að skila meiri árangri en fyrri tilraunir til þess, en þær hafa verið nokkrar á lýðveldistímanum. Þetta kom fram í máli frummælenda á ráðstefnu um endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í gær. Eiríkur Tómasson lagaprófessor og formaður sérfræðinganefndar sem hefur það hlutverk að vera hinni pólitískt skipuðu stjórnarskrárnefnd til ráðgjafar um endurskoðunina, sagði í sínu erindi að ákvæði stjórnarskrárinnar um hlutverk og stöðu forseta Íslands væri meðal þess sem kæmi til álita að breyta. Þessi ákvæði væru þó aðeins einn margra þátta sem nærri lægi að taka til endurskoðunar. Atburðarásin síðasta sumar þykir hafa sýnt að þörf sé á að gera ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta skýrari, en á þetta ákvæði reyndi í fyrsta sinn er forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið. Að mati Eiríks er í þessu sambandi mikilvægast að niðurstaða endurskoðunarinnar njóti ótvíræðs stuðnings þjóðarinnar, hvort sem hún yrði sú að afnema þetta vald forsetans, að aðrar leiðir til að skjóta frumvarpi í dóm þjóðarinnar komi í þess stað, eða einhver önnur. Meðal annarra þátta sem brýnt þykir að breyta í stjórnarskránni er að innleiða í hana ákvæði sem opnaði fyrir möguleikann á framsali fullveldis til fjöl- og yfirþjóðlegra stofnanad, en engin slík ákvæði er að finna í henni nú. Aðrir frummælendur á ráðstefnunni voru Eivind Smith, prófessor í stjórnskipunarrétti við Óslóarháskóla og einn kunnasti sérfræðingur Noregs í þessum efnum, Kári á Rógvi, varaformaður nefndar sem vinnur að gerð draga að stjórnarskrá fyrir Færeyjar, Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur Samtaka iðnaðarins, og Ágúst Þór Árnason, en hann skipulagði ráðstefnuna fyrir hönd Félagsvísinda- og lagadeildar HA. Vef stjórnarskrárnefndar má finna á slóðinni http://stjornarskra.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira