Sissel komin til landsins 13. mars 2005 00:01 Norska söngkonan Sissel Kirkebö er komin til að sjá og sigra - eða þannig. Þessi vinsæla söngkona fór í það minnsta létt með að bræða íslenska blaðamenn í dag og mun án efa gera það sama á tónleikum í Háskólabíói í haust. Sissel er harðákveðin í að heilla okkur Íslendinga upp úr skónum á tónleikunum í haust. Þar mun hún koma fram ásamt fjölda íslenskra hljóðfæraleikara og taka lög sem spanna allan hennar fjölbreytta feril: popp, klassík og þjóðlagatónlist. Í kvöld ætlar Sissel hins vegar að hlýða á sinn gamla félaga frá Ólympíuleikunum í Lillehammer, Placido Domingo. Daginn í dag notaði hún í að skoða sig um á Þingvöllum, Gullfoss og Geysi og sagði það hafa verið stórkostlegt. Hún og samferðamenn hennar hafi séð hestahópa og hrósar hún íslenska hestinum mjög - þeir séu t.d. mjög skrafhreifnir og liturinn á þeim fallegur. „Ég hef aldrei komið hingað áður. Ég frétti að Pacido yrði með tónleika hérna og mig langaði til að koma og tala við hann fyrir tónleikana og þá hugsaði ég: ég verð að fara, hitta Placido og fara á tónleikana,“ segir Sissel. Hún kveðst hafa heyrt mikið um Ísland hjá vinum sínum sem hafi heillast af náttúru landsins. „Það er mjög fallegt hérna. Þetta var dálítið eins og að koma heim,“ segir Sissel hin norska sem er farin að sakna fjallanna eftir fimmtán ára búsetu í Danmörku. Sissel segist þekkja örlítið til íslenskrar tónlistar, meðal annars kunni hún sálminn „Allt eins og blómstrið eina“ á okkar ástkæra ylhýra og aldrei að vita nema hún taki fleiri íslensk lög á tónleikunum í lok september. Hún segist hlakka mikið til að vinna með íslenskum tónlistarmönnum því það sé mjög gaman að vinna með íbúum þeirra landa sem maður heimsæki. „Það sýnir okkur að tónlistin er alheimslæg. Það skiptir engu máli hvaðan maður er. Svona samvinna skapar sérstaka stemningu á tónleikum. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Sissel. Innlent Lífið Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Norska söngkonan Sissel Kirkebö er komin til að sjá og sigra - eða þannig. Þessi vinsæla söngkona fór í það minnsta létt með að bræða íslenska blaðamenn í dag og mun án efa gera það sama á tónleikum í Háskólabíói í haust. Sissel er harðákveðin í að heilla okkur Íslendinga upp úr skónum á tónleikunum í haust. Þar mun hún koma fram ásamt fjölda íslenskra hljóðfæraleikara og taka lög sem spanna allan hennar fjölbreytta feril: popp, klassík og þjóðlagatónlist. Í kvöld ætlar Sissel hins vegar að hlýða á sinn gamla félaga frá Ólympíuleikunum í Lillehammer, Placido Domingo. Daginn í dag notaði hún í að skoða sig um á Þingvöllum, Gullfoss og Geysi og sagði það hafa verið stórkostlegt. Hún og samferðamenn hennar hafi séð hestahópa og hrósar hún íslenska hestinum mjög - þeir séu t.d. mjög skrafhreifnir og liturinn á þeim fallegur. „Ég hef aldrei komið hingað áður. Ég frétti að Pacido yrði með tónleika hérna og mig langaði til að koma og tala við hann fyrir tónleikana og þá hugsaði ég: ég verð að fara, hitta Placido og fara á tónleikana,“ segir Sissel. Hún kveðst hafa heyrt mikið um Ísland hjá vinum sínum sem hafi heillast af náttúru landsins. „Það er mjög fallegt hérna. Þetta var dálítið eins og að koma heim,“ segir Sissel hin norska sem er farin að sakna fjallanna eftir fimmtán ára búsetu í Danmörku. Sissel segist þekkja örlítið til íslenskrar tónlistar, meðal annars kunni hún sálminn „Allt eins og blómstrið eina“ á okkar ástkæra ylhýra og aldrei að vita nema hún taki fleiri íslensk lög á tónleikunum í lok september. Hún segist hlakka mikið til að vinna með íslenskum tónlistarmönnum því það sé mjög gaman að vinna með íbúum þeirra landa sem maður heimsæki. „Það sýnir okkur að tónlistin er alheimslæg. Það skiptir engu máli hvaðan maður er. Svona samvinna skapar sérstaka stemningu á tónleikum. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Sissel.
Innlent Lífið Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira