Engin lausn í fréttastjóramáli 14. mars 2005 00:01 Formaður Félags fréttamanna kom ekki sáttur af fundi útvarpsstjóra í morgun vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Hann segir enga lausn hafa fundist á málinu enn þá. Formaður Félags fréttamanna, Jón Gunnar Grétarsson, og Broddi Broddason, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, fóru á fund Markúsar Arnar Antonssonar klukkan tíu í morgun til að ræða þær kröfur fréttamanna að útvarpsstjóri endurskoðiði ákvörðun sína um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra fréttastofu Útvarps. Jón Gunnar segir að tilefni fundarins hafi verið að óska eftir niðurstöðu og rökum fyrir ákvörðun útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Óskað hafi verið eftir fundinum fyrir helgi og af honum hafi orðið morgun. Rætt hafi verið ítarlega á fundinum um ráðningarferlið, ákvörðun útvarpsstjóra, sem hann hafi gert grein fyrir sjálfur, og niðurstöðu Félags fréttamanna. Jón Gunnar segist hvorki ganga sáttur né ósáttur af fundinum en gott sé að menn ræðist við og geri ítarlega grein fyrir sínum sjónarmiðum. Málinu sé hins vegar ekki lokið. Aðspurður hvort hann bindi enn þá vonir við að útvarpsstjóri afturkalli ákvörðun sína að ráð Auðun Georg fréttastjóra segir Jón Gunnar að það sé einlæg ósk Félags fréttamanna. Að sjálfsögðu verði hann að bera þá von í brjósti að það komi sú niðurstaða úr þessu þar sem allir verði sáttir og komi uppistandandi út úr þessu. Ekki sé skemmtilegt að lenda í því að vera með fjölmargt óánægt starfsfólk annars vegar og óánægðan útvarpsstjóra hins vegar. Spurður hver næstu skref fréttamanna verði segir Jón Gunnar að stjórn Félags fréttamanna hafi rætt málið lauslega og þá sé félagsfundur í kvöld þar sem nýr kjarasamningur við ríkið verði kynntur. Hann geri ráð fyrir að ráðningarmálin verði einnig rædd á þeim fundi. Ákveðin biðstaða sé þó komin í málið því Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs sem metið hafi umsækjendur, sé í útlöndum og þá sé útvarpsstjóri að fara utan í vikunni á fund. Menn vegi því og meti stöðuna í málinu og hvað gerist næst. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Formaður Félags fréttamanna kom ekki sáttur af fundi útvarpsstjóra í morgun vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Hann segir enga lausn hafa fundist á málinu enn þá. Formaður Félags fréttamanna, Jón Gunnar Grétarsson, og Broddi Broddason, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, fóru á fund Markúsar Arnar Antonssonar klukkan tíu í morgun til að ræða þær kröfur fréttamanna að útvarpsstjóri endurskoðiði ákvörðun sína um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra fréttastofu Útvarps. Jón Gunnar segir að tilefni fundarins hafi verið að óska eftir niðurstöðu og rökum fyrir ákvörðun útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Óskað hafi verið eftir fundinum fyrir helgi og af honum hafi orðið morgun. Rætt hafi verið ítarlega á fundinum um ráðningarferlið, ákvörðun útvarpsstjóra, sem hann hafi gert grein fyrir sjálfur, og niðurstöðu Félags fréttamanna. Jón Gunnar segist hvorki ganga sáttur né ósáttur af fundinum en gott sé að menn ræðist við og geri ítarlega grein fyrir sínum sjónarmiðum. Málinu sé hins vegar ekki lokið. Aðspurður hvort hann bindi enn þá vonir við að útvarpsstjóri afturkalli ákvörðun sína að ráð Auðun Georg fréttastjóra segir Jón Gunnar að það sé einlæg ósk Félags fréttamanna. Að sjálfsögðu verði hann að bera þá von í brjósti að það komi sú niðurstaða úr þessu þar sem allir verði sáttir og komi uppistandandi út úr þessu. Ekki sé skemmtilegt að lenda í því að vera með fjölmargt óánægt starfsfólk annars vegar og óánægðan útvarpsstjóra hins vegar. Spurður hver næstu skref fréttamanna verði segir Jón Gunnar að stjórn Félags fréttamanna hafi rætt málið lauslega og þá sé félagsfundur í kvöld þar sem nýr kjarasamningur við ríkið verði kynntur. Hann geri ráð fyrir að ráðningarmálin verði einnig rædd á þeim fundi. Ákveðin biðstaða sé þó komin í málið því Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs sem metið hafi umsækjendur, sé í útlöndum og þá sé útvarpsstjóri að fara utan í vikunni á fund. Menn vegi því og meti stöðuna í málinu og hvað gerist næst.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira