Utanríkisráðherra taki af skarið 15. mars 2005 00:01 Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang. Það kom fram hjá yfirmanni japanska innflytjendaeftirlitsins, þegar mál Fischers voru rædd í þingnefnd, að samkvæmt japönskum lögum skuli Fischer fluttur til þess lands þar sem hann er ríkisborgari. Engar undantekningar eigi við, en Fischer er skráður bandarískur ríkisborgari. Stuðningsmenn Fischers túlka niðurstöðuna þannig að ef hann fái íslenskan ríkisborgararétt verði hann sendur til Íslands. Guðmundur G. Þórarinsson, einn þeirra, segir að fái Fischer hann ekki sýnist honum nokkuð augljóst að hann verði sendur til Bandaríkjanna og muni ef til vill ljúka lífi sínu þar í fangelsi. Þann 5. apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik. Stuðningsmenn hans vonast til að allsherjarnefnd Alþingis mæli með að honum verði veittur ríkisborgararéttur fyrir þann tíma, ella sé spilið tapað. Guðmundur segist biðja til guðs að nefndin taki málið fyrir sem fyrst og afgreiði það á jákvæðan hátt. Næsti fundur allsherjarnefndar er á fimmtudag. Bjarni Benediktsson, formaður nefndnarinnar, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og sagði ekki liggja fyrir hvort málið yrði tekið upp aftur innan hennar. Guðrúnu Ögmundsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni, finnst líklegt að nefndin afgreiði málið með öðrum umsóknum um ríkisborgararétt í vor. Það sé spurning hvort það verði þá of seint ef Fischer verði framseldur til Bandaríkjanna. Þetta byggist því hugsanlega á því að utanríkisráðherra skerist í leikinn og allsherjarnefnd myndi hlýða kalli frá honum glöð og ánægð. Guðrún bendir á að áhöld séu um hvort íslenskur ríkisborgararéttur breyti nokkru fyrir Fischer. Hún segir það síðustu leiðina og ekki annað en það að ráðamenn skerist í leikinn með einhverjum viðræðum við Japana og hugsanlega Bandaríkjamenn. Ekki náðist í utanríkisráðherra vegna málsins í dag. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang. Það kom fram hjá yfirmanni japanska innflytjendaeftirlitsins, þegar mál Fischers voru rædd í þingnefnd, að samkvæmt japönskum lögum skuli Fischer fluttur til þess lands þar sem hann er ríkisborgari. Engar undantekningar eigi við, en Fischer er skráður bandarískur ríkisborgari. Stuðningsmenn Fischers túlka niðurstöðuna þannig að ef hann fái íslenskan ríkisborgararétt verði hann sendur til Íslands. Guðmundur G. Þórarinsson, einn þeirra, segir að fái Fischer hann ekki sýnist honum nokkuð augljóst að hann verði sendur til Bandaríkjanna og muni ef til vill ljúka lífi sínu þar í fangelsi. Þann 5. apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik. Stuðningsmenn hans vonast til að allsherjarnefnd Alþingis mæli með að honum verði veittur ríkisborgararéttur fyrir þann tíma, ella sé spilið tapað. Guðmundur segist biðja til guðs að nefndin taki málið fyrir sem fyrst og afgreiði það á jákvæðan hátt. Næsti fundur allsherjarnefndar er á fimmtudag. Bjarni Benediktsson, formaður nefndnarinnar, vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag og sagði ekki liggja fyrir hvort málið yrði tekið upp aftur innan hennar. Guðrúnu Ögmundsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni, finnst líklegt að nefndin afgreiði málið með öðrum umsóknum um ríkisborgararétt í vor. Það sé spurning hvort það verði þá of seint ef Fischer verði framseldur til Bandaríkjanna. Þetta byggist því hugsanlega á því að utanríkisráðherra skerist í leikinn og allsherjarnefnd myndi hlýða kalli frá honum glöð og ánægð. Guðrún bendir á að áhöld séu um hvort íslenskur ríkisborgararéttur breyti nokkru fyrir Fischer. Hún segir það síðustu leiðina og ekki annað en það að ráðamenn skerist í leikinn með einhverjum viðræðum við Japana og hugsanlega Bandaríkjamenn. Ekki náðist í utanríkisráðherra vegna málsins í dag.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira