Innlent

Ekki glóra í orðum Markúsar

Formaður Félags fréttamanna á RÚV segist ekki geta séð hvernig Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og fréttamenn Útvarps eigi að geta unnið saman eftir það sem á undan sé gengið. "Það þarf að endurheimta einhvern trúnað þarna á milli," sagði Jón Gunnar Grjetarsson. Hann sagði að fyrri samþykkt fréttamannanna um vantraust á útvarpsstjóra hefði snúið að ákvörðun hans um að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðuna og vísaði þar með til ummæla Markúsar Arnar í Kastljóssþætti Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. "Hann gerði lítið úr sínu starfsfólki og talaði um að menn væru orðnir aldraðir án þess að skilgreina það nokkuð frekar. Það er ekki glóra í því sem hann sagði, svo einfalt er það. Auðvitað sárnaði mönnum þessi ummæli." Jón Gunnar sagðist myndu hvetja þá sem taldir voru hæfir en fengu ekki starfið að krefjast rökstuðnings, samkvæmt stjórnsýslulögum, fyrir ráðningunni frá útvarpsstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×