Fljúgandi tölvunarfræðingur 16. mars 2005 00:01 "Ég sótti um í níu háskóla í Bandaríkjunum og er kominn með tilboð frá tveimur. Annar þeirra er Cornell sem býður mér í doktorsnám í tölvunarfræði á góðum launum. Í staðinn kenni ég dæmatíma og aðstoða prófessora," segir Ýmir sem hefur kennt í dæmatímum í háskólanum hér heima svo hann ætti að vera klár í þann slag. Hann segir námið felast í rannsóknum með tilheyrandi greinaskrifum þannig að þetta sé spennandi. "Sumir tala um fjögurra til sex ára þrælkun en ég held þetta verði nú bara gaman," segir hann bjartsýnn. Ýmir hefur tekið stærðfræði sem aðalgrein í Háskólanum hér og tölvunarfræðina sem aukagrein. En hvar á sinni skólagöngu spretti hann fram úr sínum jafnöldrum? "Ég hljóp yfir 4. bekk í grunnskóla og tók 9. og 10. bekk saman í Danmörku. Þetta var dálítið skrautlegt og þegar ég kom heim fór ég beint í MH, 14 ára gamall." Hann tekur því vel þegar minnst er á að tónlistar- og stærðfræðigenin fylgist oft að. "Já, stærðfræðikennararnir mínir eru hver öðrum músíkalskari. Þess má geta að á nýafstaðinni stærðfræðiráðstefnu sungu nokkrir nemendur stærðfræðisönnun við undirleik eins kennara," segir hann hlæjandi. Svo er hann líka að læra flug og langar að klára einkaflugmannsprófið fyrir haustið. Þegar hann er beðinn um lokaorð í þetta stutta viðtal segir hann ákveðinn. "Þetta er ekkert einsdæmi sem ég er að gera. Á hverju ári fljúga íslenskir nemendur inn í toppháskóla í Bandaríkjunum og víðar á fullum styrkjum. Það eina sem vantar hér heima er áhersla á uppbyggingu framhaldsnáms og rannsóknaraðstöðu. Það er synd að missa fólk út til frambúðar því grunnnámið hér er satt að segja á heimsmælikvarða. Umræðan hér virðist þó frekar snúast um að taka upp skólagjöld, sérstaklega í framhaldsnámi. Mér þykir það röng áhersla." Nám Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Ég sótti um í níu háskóla í Bandaríkjunum og er kominn með tilboð frá tveimur. Annar þeirra er Cornell sem býður mér í doktorsnám í tölvunarfræði á góðum launum. Í staðinn kenni ég dæmatíma og aðstoða prófessora," segir Ýmir sem hefur kennt í dæmatímum í háskólanum hér heima svo hann ætti að vera klár í þann slag. Hann segir námið felast í rannsóknum með tilheyrandi greinaskrifum þannig að þetta sé spennandi. "Sumir tala um fjögurra til sex ára þrælkun en ég held þetta verði nú bara gaman," segir hann bjartsýnn. Ýmir hefur tekið stærðfræði sem aðalgrein í Háskólanum hér og tölvunarfræðina sem aukagrein. En hvar á sinni skólagöngu spretti hann fram úr sínum jafnöldrum? "Ég hljóp yfir 4. bekk í grunnskóla og tók 9. og 10. bekk saman í Danmörku. Þetta var dálítið skrautlegt og þegar ég kom heim fór ég beint í MH, 14 ára gamall." Hann tekur því vel þegar minnst er á að tónlistar- og stærðfræðigenin fylgist oft að. "Já, stærðfræðikennararnir mínir eru hver öðrum músíkalskari. Þess má geta að á nýafstaðinni stærðfræðiráðstefnu sungu nokkrir nemendur stærðfræðisönnun við undirleik eins kennara," segir hann hlæjandi. Svo er hann líka að læra flug og langar að klára einkaflugmannsprófið fyrir haustið. Þegar hann er beðinn um lokaorð í þetta stutta viðtal segir hann ákveðinn. "Þetta er ekkert einsdæmi sem ég er að gera. Á hverju ári fljúga íslenskir nemendur inn í toppháskóla í Bandaríkjunum og víðar á fullum styrkjum. Það eina sem vantar hér heima er áhersla á uppbyggingu framhaldsnáms og rannsóknaraðstöðu. Það er synd að missa fólk út til frambúðar því grunnnámið hér er satt að segja á heimsmælikvarða. Umræðan hér virðist þó frekar snúast um að taka upp skólagjöld, sérstaklega í framhaldsnámi. Mér þykir það röng áhersla."
Nám Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira