Deilt um fyrirkomulag RÚV 16. mars 2005 00:01 Í nýju frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að það verði gert að sameignarfélagi. Fram hefur komið gagnrýni á þetta fyrirkomulag og hafa lögfræðingar bent á að Ríkisútvarpið, sem er í eigu eins aðila, fellur ekki undir hugtakið sameignarfélag í eignarréttarlegum og félagaréttarlegum skilningi. Ríkisútvarpið sé einfaldlega ríkisfyritæki en ekki sameignarfélag. Þorgerður Katrín hefur ekki dregið dul á það að vilji Sjálfstæðismanna stóð til þess að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. "Það var ekki vilji innan Framsóknarflokksins til þess en við komumst að þessari niðurstöðu. Ég er sannfærð um það að með þessu erum við að bæta og styrkja það rekstrarumhverfi sem Ríkisútvarpið býr við," segir Þorgerður Katrín. Spurð um fram komna gagnrýni á sameignarfélagsfyrirkomulagið segist hún skilja vel athugasemdir lögfræðinga. "Sérlög ganga hins vegar framar almennum lögum og ef skýrt er kveðið á um það að Ríkisútvarpið er sameignarfélag í eigu ríkisins þá gengur það að sjálfsögðu, við höfum dæmi um það. Ég vil líka benda á það að það má túlka þetta þannig að Ríkisútvarpið sé sameign íslensku þjóðarinnar," segir Þorgerður Katrín. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum um Ríkisútvarpið á Alþingi 10. mars: "RÚV er eign ríkisins en ekki þjóðarinnar og það er mikill munur þar á. [...] Tal um það að menn eigi RÚV, að það sé eign þjóðarinnar, er út í hött því ef menn eiga eitthvað þá geta þeir gert eitthvað við það og þeir geta selt það eða veðsett það. Og það geta þeir ekki með Ríkisútvarpið." Þorgerður Katrín segir að með því að gera Ríkisútvarpið að sameignarfélagi sé verið að skipta yfir í rekstrarform sem er ekki ósvipað hlutafélagi. "Ríkisútvarpið fær með breytingunum tækifæri til að taka á ákveðnum rekstrarþáttum, sem oft er erfitt að taka á þegar stofnunin heyrir beint undir ríkið," segir hún. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Í nýju frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að það verði gert að sameignarfélagi. Fram hefur komið gagnrýni á þetta fyrirkomulag og hafa lögfræðingar bent á að Ríkisútvarpið, sem er í eigu eins aðila, fellur ekki undir hugtakið sameignarfélag í eignarréttarlegum og félagaréttarlegum skilningi. Ríkisútvarpið sé einfaldlega ríkisfyritæki en ekki sameignarfélag. Þorgerður Katrín hefur ekki dregið dul á það að vilji Sjálfstæðismanna stóð til þess að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. "Það var ekki vilji innan Framsóknarflokksins til þess en við komumst að þessari niðurstöðu. Ég er sannfærð um það að með þessu erum við að bæta og styrkja það rekstrarumhverfi sem Ríkisútvarpið býr við," segir Þorgerður Katrín. Spurð um fram komna gagnrýni á sameignarfélagsfyrirkomulagið segist hún skilja vel athugasemdir lögfræðinga. "Sérlög ganga hins vegar framar almennum lögum og ef skýrt er kveðið á um það að Ríkisútvarpið er sameignarfélag í eigu ríkisins þá gengur það að sjálfsögðu, við höfum dæmi um það. Ég vil líka benda á það að það má túlka þetta þannig að Ríkisútvarpið sé sameign íslensku þjóðarinnar," segir Þorgerður Katrín. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum um Ríkisútvarpið á Alþingi 10. mars: "RÚV er eign ríkisins en ekki þjóðarinnar og það er mikill munur þar á. [...] Tal um það að menn eigi RÚV, að það sé eign þjóðarinnar, er út í hött því ef menn eiga eitthvað þá geta þeir gert eitthvað við það og þeir geta selt það eða veðsett það. Og það geta þeir ekki með Ríkisútvarpið." Þorgerður Katrín segir að með því að gera Ríkisútvarpið að sameignarfélagi sé verið að skipta yfir í rekstrarform sem er ekki ósvipað hlutafélagi. "Ríkisútvarpið fær með breytingunum tækifæri til að taka á ákveðnum rekstrarþáttum, sem oft er erfitt að taka á þegar stofnunin heyrir beint undir ríkið," segir hún.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira