Heimavöllurinn mun reynast drjúgur 18. mars 2005 00:01 Fjórir hörkuleikir eru á dagskrá í kvöld og ljóst að mótanefnd HSÍ hefur unnið gott starf fyrir mótið með uppröðun sinni á leikjum. Liðin í efstu tveimur sætunum, Haukar og ÍR, mætast innbyrðis á Ásvöllum í hreinum úrslitaleik, liðin í 3. og 4. sæti mætast einnig innbyrðis, HK og ÍBV, og það sama á við um 5. og 6. sætið þar sem KA tekur á móti Val. Það er ekki síður mikið í húfi hjá liðunum í 7. og 8. sæti þar sem Þórsarar fá Víking í heimsókn í leik sem gæti mögulega gefið sæti í úrslitakeppninni. "Þetta er mjög skemmtileg lokaumferð og þótt að mótafyrirkomulagið hafi verið mikið gagnrýnt þá sést núna vel hvað það getur boðið upp á. Það er gríðarlega spenna og það sést að þó að þetta mótafyrirkomulag hafi sína galla þá hefur það einnig sína kosti," segir Guðmundur Guðmundsson en hann býst við mjög jöfnum leik á Ásvöllum í kvöld. "Ég hreifst mjög af ÍR-ingum í bikarúrslitunum þar sem liðið spilaði með hjartanu. Ef þeir ná að framkalla það aftur þá er aldrei að vita en ég hallast sem frekar að sigri Hauka þar sem þeir eru á heimavelli," segir Guðmundur. Fyrri leik liðanna í Austurbergi fyrir rúmum tveimur vikum lauk með stórum sigri Hauka, 24-31, og segir Guðmundur að sá leikur gæti gefið Haukum sálfræðilegt forskot. "Haukar hafa verið með yfirhöndina gegn ÍR í gegnum tíðina og haft betur í þeirra rimmum í úrslitakeppninni. En það má ekki gleyma að ÍR braut ákveðið blað með bikarsigrinum. Nú er spurningin hvort leikmenn liðsins nái að fylgja því eftir það fylgir oft ákveðið spennufall slíkum sigri. En liðin hafa mjög áþekkan mannskap og ég held að þetta verði mikill spennuleikur," segir Guðmundur. Vont að missa Bjarka Guðmundur spáir að ekki verði síðri spenna í leik HK og ÍBV. "Það er svo skrítið með HK að þeir voru ósannfærandi í bikarúrslitunum og hafa ekki verið á réttu róli eftir hann. En það býr engu að síður mjög mikið í þessu liði og þeir hagnast af því að vera á heimavelli," segir Guðmundur. Lið ÍBV hefur hinsvegar verið í miklu stuði og fikrað sig upp töfluna á síðustu vikum. "Ef Roland er í stuði er ÍBV mjög hættulegt öllum liðum en þeir sönnuðu að þeir geta vel unnið án hans. Markvarslan mun ráða miklu í þessum leik og ef Björgvin Páll Gústavsson finnur sig þá er HK í góðum málum. Ég held að HK hafi betur í þessum leik." Í viðureign KA og Vals segist Guðmundur halda að heimavöllurinn muni gera útslagið. "KA-liðið hefur verið misjafnt en ég hallast að þeirra sigri því þeir hafa verið sterkir á heimavelli," segir Guðmundur. Hann býst við ánægju á tveimur vígstöðvum á Akureyri. "Þórsararnir hafa á köflum komið mér á óvart í vetur og eru með betra lið en ég átti von á. Víkingar hafa ekki mikla breidd og mega illa við því að vera án lykilmanns eins og Bjarka Sigurðssonar. Án hans standa þeir höllum fæti og því spái ég Þórsurum sigri." Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Fjórir hörkuleikir eru á dagskrá í kvöld og ljóst að mótanefnd HSÍ hefur unnið gott starf fyrir mótið með uppröðun sinni á leikjum. Liðin í efstu tveimur sætunum, Haukar og ÍR, mætast innbyrðis á Ásvöllum í hreinum úrslitaleik, liðin í 3. og 4. sæti mætast einnig innbyrðis, HK og ÍBV, og það sama á við um 5. og 6. sætið þar sem KA tekur á móti Val. Það er ekki síður mikið í húfi hjá liðunum í 7. og 8. sæti þar sem Þórsarar fá Víking í heimsókn í leik sem gæti mögulega gefið sæti í úrslitakeppninni. "Þetta er mjög skemmtileg lokaumferð og þótt að mótafyrirkomulagið hafi verið mikið gagnrýnt þá sést núna vel hvað það getur boðið upp á. Það er gríðarlega spenna og það sést að þó að þetta mótafyrirkomulag hafi sína galla þá hefur það einnig sína kosti," segir Guðmundur Guðmundsson en hann býst við mjög jöfnum leik á Ásvöllum í kvöld. "Ég hreifst mjög af ÍR-ingum í bikarúrslitunum þar sem liðið spilaði með hjartanu. Ef þeir ná að framkalla það aftur þá er aldrei að vita en ég hallast sem frekar að sigri Hauka þar sem þeir eru á heimavelli," segir Guðmundur. Fyrri leik liðanna í Austurbergi fyrir rúmum tveimur vikum lauk með stórum sigri Hauka, 24-31, og segir Guðmundur að sá leikur gæti gefið Haukum sálfræðilegt forskot. "Haukar hafa verið með yfirhöndina gegn ÍR í gegnum tíðina og haft betur í þeirra rimmum í úrslitakeppninni. En það má ekki gleyma að ÍR braut ákveðið blað með bikarsigrinum. Nú er spurningin hvort leikmenn liðsins nái að fylgja því eftir það fylgir oft ákveðið spennufall slíkum sigri. En liðin hafa mjög áþekkan mannskap og ég held að þetta verði mikill spennuleikur," segir Guðmundur. Vont að missa Bjarka Guðmundur spáir að ekki verði síðri spenna í leik HK og ÍBV. "Það er svo skrítið með HK að þeir voru ósannfærandi í bikarúrslitunum og hafa ekki verið á réttu róli eftir hann. En það býr engu að síður mjög mikið í þessu liði og þeir hagnast af því að vera á heimavelli," segir Guðmundur. Lið ÍBV hefur hinsvegar verið í miklu stuði og fikrað sig upp töfluna á síðustu vikum. "Ef Roland er í stuði er ÍBV mjög hættulegt öllum liðum en þeir sönnuðu að þeir geta vel unnið án hans. Markvarslan mun ráða miklu í þessum leik og ef Björgvin Páll Gústavsson finnur sig þá er HK í góðum málum. Ég held að HK hafi betur í þessum leik." Í viðureign KA og Vals segist Guðmundur halda að heimavöllurinn muni gera útslagið. "KA-liðið hefur verið misjafnt en ég hallast að þeirra sigri því þeir hafa verið sterkir á heimavelli," segir Guðmundur. Hann býst við ánægju á tveimur vígstöðvum á Akureyri. "Þórsararnir hafa á köflum komið mér á óvart í vetur og eru með betra lið en ég átti von á. Víkingar hafa ekki mikla breidd og mega illa við því að vera án lykilmanns eins og Bjarka Sigurðssonar. Án hans standa þeir höllum fæti og því spái ég Þórsurum sigri."
Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti