Heimavöllurinn mun reynast drjúgur 18. mars 2005 00:01 Fjórir hörkuleikir eru á dagskrá í kvöld og ljóst að mótanefnd HSÍ hefur unnið gott starf fyrir mótið með uppröðun sinni á leikjum. Liðin í efstu tveimur sætunum, Haukar og ÍR, mætast innbyrðis á Ásvöllum í hreinum úrslitaleik, liðin í 3. og 4. sæti mætast einnig innbyrðis, HK og ÍBV, og það sama á við um 5. og 6. sætið þar sem KA tekur á móti Val. Það er ekki síður mikið í húfi hjá liðunum í 7. og 8. sæti þar sem Þórsarar fá Víking í heimsókn í leik sem gæti mögulega gefið sæti í úrslitakeppninni. "Þetta er mjög skemmtileg lokaumferð og þótt að mótafyrirkomulagið hafi verið mikið gagnrýnt þá sést núna vel hvað það getur boðið upp á. Það er gríðarlega spenna og það sést að þó að þetta mótafyrirkomulag hafi sína galla þá hefur það einnig sína kosti," segir Guðmundur Guðmundsson en hann býst við mjög jöfnum leik á Ásvöllum í kvöld. "Ég hreifst mjög af ÍR-ingum í bikarúrslitunum þar sem liðið spilaði með hjartanu. Ef þeir ná að framkalla það aftur þá er aldrei að vita en ég hallast sem frekar að sigri Hauka þar sem þeir eru á heimavelli," segir Guðmundur. Fyrri leik liðanna í Austurbergi fyrir rúmum tveimur vikum lauk með stórum sigri Hauka, 24-31, og segir Guðmundur að sá leikur gæti gefið Haukum sálfræðilegt forskot. "Haukar hafa verið með yfirhöndina gegn ÍR í gegnum tíðina og haft betur í þeirra rimmum í úrslitakeppninni. En það má ekki gleyma að ÍR braut ákveðið blað með bikarsigrinum. Nú er spurningin hvort leikmenn liðsins nái að fylgja því eftir það fylgir oft ákveðið spennufall slíkum sigri. En liðin hafa mjög áþekkan mannskap og ég held að þetta verði mikill spennuleikur," segir Guðmundur. Vont að missa Bjarka Guðmundur spáir að ekki verði síðri spenna í leik HK og ÍBV. "Það er svo skrítið með HK að þeir voru ósannfærandi í bikarúrslitunum og hafa ekki verið á réttu róli eftir hann. En það býr engu að síður mjög mikið í þessu liði og þeir hagnast af því að vera á heimavelli," segir Guðmundur. Lið ÍBV hefur hinsvegar verið í miklu stuði og fikrað sig upp töfluna á síðustu vikum. "Ef Roland er í stuði er ÍBV mjög hættulegt öllum liðum en þeir sönnuðu að þeir geta vel unnið án hans. Markvarslan mun ráða miklu í þessum leik og ef Björgvin Páll Gústavsson finnur sig þá er HK í góðum málum. Ég held að HK hafi betur í þessum leik." Í viðureign KA og Vals segist Guðmundur halda að heimavöllurinn muni gera útslagið. "KA-liðið hefur verið misjafnt en ég hallast að þeirra sigri því þeir hafa verið sterkir á heimavelli," segir Guðmundur. Hann býst við ánægju á tveimur vígstöðvum á Akureyri. "Þórsararnir hafa á köflum komið mér á óvart í vetur og eru með betra lið en ég átti von á. Víkingar hafa ekki mikla breidd og mega illa við því að vera án lykilmanns eins og Bjarka Sigurðssonar. Án hans standa þeir höllum fæti og því spái ég Þórsurum sigri." Íslenski handboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sjá meira
Fjórir hörkuleikir eru á dagskrá í kvöld og ljóst að mótanefnd HSÍ hefur unnið gott starf fyrir mótið með uppröðun sinni á leikjum. Liðin í efstu tveimur sætunum, Haukar og ÍR, mætast innbyrðis á Ásvöllum í hreinum úrslitaleik, liðin í 3. og 4. sæti mætast einnig innbyrðis, HK og ÍBV, og það sama á við um 5. og 6. sætið þar sem KA tekur á móti Val. Það er ekki síður mikið í húfi hjá liðunum í 7. og 8. sæti þar sem Þórsarar fá Víking í heimsókn í leik sem gæti mögulega gefið sæti í úrslitakeppninni. "Þetta er mjög skemmtileg lokaumferð og þótt að mótafyrirkomulagið hafi verið mikið gagnrýnt þá sést núna vel hvað það getur boðið upp á. Það er gríðarlega spenna og það sést að þó að þetta mótafyrirkomulag hafi sína galla þá hefur það einnig sína kosti," segir Guðmundur Guðmundsson en hann býst við mjög jöfnum leik á Ásvöllum í kvöld. "Ég hreifst mjög af ÍR-ingum í bikarúrslitunum þar sem liðið spilaði með hjartanu. Ef þeir ná að framkalla það aftur þá er aldrei að vita en ég hallast sem frekar að sigri Hauka þar sem þeir eru á heimavelli," segir Guðmundur. Fyrri leik liðanna í Austurbergi fyrir rúmum tveimur vikum lauk með stórum sigri Hauka, 24-31, og segir Guðmundur að sá leikur gæti gefið Haukum sálfræðilegt forskot. "Haukar hafa verið með yfirhöndina gegn ÍR í gegnum tíðina og haft betur í þeirra rimmum í úrslitakeppninni. En það má ekki gleyma að ÍR braut ákveðið blað með bikarsigrinum. Nú er spurningin hvort leikmenn liðsins nái að fylgja því eftir það fylgir oft ákveðið spennufall slíkum sigri. En liðin hafa mjög áþekkan mannskap og ég held að þetta verði mikill spennuleikur," segir Guðmundur. Vont að missa Bjarka Guðmundur spáir að ekki verði síðri spenna í leik HK og ÍBV. "Það er svo skrítið með HK að þeir voru ósannfærandi í bikarúrslitunum og hafa ekki verið á réttu róli eftir hann. En það býr engu að síður mjög mikið í þessu liði og þeir hagnast af því að vera á heimavelli," segir Guðmundur. Lið ÍBV hefur hinsvegar verið í miklu stuði og fikrað sig upp töfluna á síðustu vikum. "Ef Roland er í stuði er ÍBV mjög hættulegt öllum liðum en þeir sönnuðu að þeir geta vel unnið án hans. Markvarslan mun ráða miklu í þessum leik og ef Björgvin Páll Gústavsson finnur sig þá er HK í góðum málum. Ég held að HK hafi betur í þessum leik." Í viðureign KA og Vals segist Guðmundur halda að heimavöllurinn muni gera útslagið. "KA-liðið hefur verið misjafnt en ég hallast að þeirra sigri því þeir hafa verið sterkir á heimavelli," segir Guðmundur. Hann býst við ánægju á tveimur vígstöðvum á Akureyri. "Þórsararnir hafa á köflum komið mér á óvart í vetur og eru með betra lið en ég átti von á. Víkingar hafa ekki mikla breidd og mega illa við því að vera án lykilmanns eins og Bjarka Sigurðssonar. Án hans standa þeir höllum fæti og því spái ég Þórsurum sigri."
Íslenski handboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sjá meira