Hart deilt á lóðaúthlutun 20. mars 2005 00:01 Ónafngreindur auglýsandi bauð í gær hverjum þeim sem sækti um og fengi einbýlishúsalóð í lóðaúthlutun í Lambaseli átta milljónir króna fyrir lóðina. Verði einhver við boðinu þýðir það að viðkomandi hagnist um 3,4 milljónir króna. Auglýsandinn lýsir sjálfum sér sem reykvískri fjölskyldu og segist gera þetta til að auka líkurnar á að fá lóð og mótmæla "vandræðaástandi" í lóðamálum í Reykjavík. Auglýsingin birtist sama dag og borgin auglýsti eftir umsóknum um 30 lóðir fyrir einbýlishús. Auglýsandinn neitar að greina frá nafni sínu en sagði í tölvupósti að hann væri hvorki í samstarfi við stjórnmálaflokk né verktaka. Með auglýsingunni væru reglur borgarinnar beygðar en ekki brotnar. Hann áætlar að 10-20 þúsund Reykvíkingar sækist eftir Lambaselslóðunum og bendir á að einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að auka líkur sínar. Eftirmarkaðsverð lóða sé komið langt fram yfir það sem borgin fari fram á. Í Kópavogi og Hafnarfirði sé gert heiðursmannasamkomulag um að skipta hagnaði af sölu húss milli einstaklings sem fékk lóð og byggingaverktaka eftir ákveðnum hlutföllum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi telur auglýsinguna sýna ófremdarástandið í lóðamálum í borginni. Það minni á ástandið fyrir 1980, þegar lóðir gengu kaupum og sölum. "Við munum auðvitað fylgjast grannt með þróun þessa máls. Ef niðurstaðan verður sú að ákvæðin halda ekki, sem við settum til að lóðirnar færu til fjölskyldna sem byggja yfir sjálfa sig, mun þeirri skoðun vaxa fiskur um hrygg að sanngjarnast sé að bjóða einbýlishúsalóðir út eins og aðrar lóðir," segir Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira
Ónafngreindur auglýsandi bauð í gær hverjum þeim sem sækti um og fengi einbýlishúsalóð í lóðaúthlutun í Lambaseli átta milljónir króna fyrir lóðina. Verði einhver við boðinu þýðir það að viðkomandi hagnist um 3,4 milljónir króna. Auglýsandinn lýsir sjálfum sér sem reykvískri fjölskyldu og segist gera þetta til að auka líkurnar á að fá lóð og mótmæla "vandræðaástandi" í lóðamálum í Reykjavík. Auglýsingin birtist sama dag og borgin auglýsti eftir umsóknum um 30 lóðir fyrir einbýlishús. Auglýsandinn neitar að greina frá nafni sínu en sagði í tölvupósti að hann væri hvorki í samstarfi við stjórnmálaflokk né verktaka. Með auglýsingunni væru reglur borgarinnar beygðar en ekki brotnar. Hann áætlar að 10-20 þúsund Reykvíkingar sækist eftir Lambaselslóðunum og bendir á að einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að auka líkur sínar. Eftirmarkaðsverð lóða sé komið langt fram yfir það sem borgin fari fram á. Í Kópavogi og Hafnarfirði sé gert heiðursmannasamkomulag um að skipta hagnaði af sölu húss milli einstaklings sem fékk lóð og byggingaverktaka eftir ákveðnum hlutföllum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi telur auglýsinguna sýna ófremdarástandið í lóðamálum í borginni. Það minni á ástandið fyrir 1980, þegar lóðir gengu kaupum og sölum. "Við munum auðvitað fylgjast grannt með þróun þessa máls. Ef niðurstaðan verður sú að ákvæðin halda ekki, sem við settum til að lóðirnar færu til fjölskyldna sem byggja yfir sjálfa sig, mun þeirri skoðun vaxa fiskur um hrygg að sanngjarnast sé að bjóða einbýlishúsalóðir út eins og aðrar lóðir," segir Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira