Sveitarfélögum klesst upp við vegg 21. mars 2005 00:01 Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýndi harkalega áform meirihluta R-listans í Reykjavík að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan fárra ára. Hann sagði að með ákvörðun sinni hefðu borgaryfirvöld sett óþarfa þrýsting á öll önnur sveitarfélög og í raun klesst þeim upp við vegg. Þrýsting sem gæti leitt til stóraukinna útgjalda fyrir sveitarfélög sem þegar stæðu illa fjárhagslega. Gagnrýnin kom fram á Alþingi í gær þegar Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði ráðherrann hvort gert hefði verið samkomulag við borgaryfirvöld um að ríkið kæmi sérstaklega að því að greiða niður leikskólagjöldin. Arnbjörg sagði nauðsynlegt fá þetta á hreint því í fjölmiðlum hefði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagt að fjármunir frá ríkinu yrðu nýttir til að greiða leikskólagjöldin niður. Geir svaraði því til að ekkert samkomulag um þetta hefði verið gert. Borgin hygðist nýta þá fjármuni sem hún fengi samkvæmt breyttri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga til að greiða niður leikskólagjöldin. Hann sagði að borgarstjóri hefði komið í bakið á ríkisstjórninni með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum. Ef sveitarfélög hefðu efni á að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla þá væri það ágætt. Hugsunin með breyttri tekjuskiptingu og einhliða tilfærslu fjár frá ríkinu til sveitarfélaga hefði hins vegar verið að hjálpa þeim sveitarfélögum sem verst væru sett fjárhagslega en ekki borginni til að greiða niður leikskólagjöldin. Steinunn Valdís segir viðbrögð ráðherra einkennast af pirringi yfir því að Reykjavíkurborg hafi tekið frumkvæði í leikskólamálum. Hún segir að næsti áfangi rúmist innan fjárhagsáætlunar borgarinnar. Það samkomulag sem þegar hafi verið samþykkt milli ríkis og sveitarfélga skili borginni það miklum tekjum að borgin geti notað þær í þetta verkefni. "Ég kippi mér ekki upp við það þó fjármálaráðherra taki eitthvað geðvonskukast," segir Steinunn Valdís. "Sveitarfélögum er í sjálfvald sett hvaða þjónustu þau bjóða upp á. Hafnarfjörður bauð til dæmis börnum upp að tíu ára aldri upp á ókeypis íþróttastarf. Önnur sveitarfélög hafa ekki tekið upp á því." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýndi harkalega áform meirihluta R-listans í Reykjavík að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan fárra ára. Hann sagði að með ákvörðun sinni hefðu borgaryfirvöld sett óþarfa þrýsting á öll önnur sveitarfélög og í raun klesst þeim upp við vegg. Þrýsting sem gæti leitt til stóraukinna útgjalda fyrir sveitarfélög sem þegar stæðu illa fjárhagslega. Gagnrýnin kom fram á Alþingi í gær þegar Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði ráðherrann hvort gert hefði verið samkomulag við borgaryfirvöld um að ríkið kæmi sérstaklega að því að greiða niður leikskólagjöldin. Arnbjörg sagði nauðsynlegt fá þetta á hreint því í fjölmiðlum hefði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagt að fjármunir frá ríkinu yrðu nýttir til að greiða leikskólagjöldin niður. Geir svaraði því til að ekkert samkomulag um þetta hefði verið gert. Borgin hygðist nýta þá fjármuni sem hún fengi samkvæmt breyttri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga til að greiða niður leikskólagjöldin. Hann sagði að borgarstjóri hefði komið í bakið á ríkisstjórninni með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum. Ef sveitarfélög hefðu efni á að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla þá væri það ágætt. Hugsunin með breyttri tekjuskiptingu og einhliða tilfærslu fjár frá ríkinu til sveitarfélaga hefði hins vegar verið að hjálpa þeim sveitarfélögum sem verst væru sett fjárhagslega en ekki borginni til að greiða niður leikskólagjöldin. Steinunn Valdís segir viðbrögð ráðherra einkennast af pirringi yfir því að Reykjavíkurborg hafi tekið frumkvæði í leikskólamálum. Hún segir að næsti áfangi rúmist innan fjárhagsáætlunar borgarinnar. Það samkomulag sem þegar hafi verið samþykkt milli ríkis og sveitarfélga skili borginni það miklum tekjum að borgin geti notað þær í þetta verkefni. "Ég kippi mér ekki upp við það þó fjármálaráðherra taki eitthvað geðvonskukast," segir Steinunn Valdís. "Sveitarfélögum er í sjálfvald sett hvaða þjónustu þau bjóða upp á. Hafnarfjörður bauð til dæmis börnum upp að tíu ára aldri upp á ókeypis íþróttastarf. Önnur sveitarfélög hafa ekki tekið upp á því."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira