Fæstir ofbeldismenn greiða bætur 22. mars 2005 00:01 Fórnarlömb ofbeldismanna verða af stórum hluta þeirra miskabóta sem þeim hafa verið dæmdar. Ástæðan er sú að brotamennirnir eru í flestum tilfellum eignalitlir eða eignalausir og fellur þá bótagreiðslan á ríkissjóð. Þar sem miskabætur sem ríkið greiðir hafa ekki hækkað síðan þær voru teknar upp fyrir áratug munar oft miklu á dæmdum bótum og bótagreiðslum. Helga Leifsdóttir réttargæslumaður gagnrýnir að miskabætur hafi ekki hækkað og segir þær miskabætur sem ríkið greiði of lágar. Að auki séu þær ekki í takt við dóma um hærri bótagreiðslur til þolenda ofbeldismanna. Helga segir ríkið greiða allt að 600 þúsund krónur í miskabætur. Eðlilegast væri að ríkið ábyrgðist niðurstöðu dómstóla að fullu. Í það minnsta ætti að horfa til alvarleika brots og alvarlegra afleiðinga fyrir andlega heilsu tjónþola og greiða bætur í samræmi við það. "Algengt er að miskabætur fyrir nauðgun séu um milljón og yfir. Því miður eiga ofbeldismenn í nær öllum tilvikum hvorki eignir né fé til að greiða kröfurnar," segir Helga. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Þorsteinn Davíðsson, segir ekki í skoðun innan ráðuneytisins að hækka bótagreiðslur frá ríkinu enda hafi heildarupphæðin farið stigvaxandi frá upptöku laganna. Helga er réttargæslumaður þriggja barna Sri Rahmawati sem myrt var af Hákoni Eydal. Að dómi gengnum í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði verjandi Hákonar hann ekki geta greitt þær metskaðabætur sem börnum Sri voru dæmdar. "Miðað við þau lög sem nú eru í gildi fá börnin einungis sex milljónir bættar af þessum 22 milljónum sem þeim voru dæmdar," segir Helga. Þau fái hvert sex hundruð þúsund krónur í bætur vegna miska en einnig misjafnlega háa greiðslu vegna móðurmissisins: "Yngsta barnið fær tvær og hálfa milljón vegna missis framfæranda. Þær duga ekki sem lágmarksmeðlagsgreiðslur fyrir það til átján ára aldurs." Á árunum 1996 til 2002 fengu 23 af þeim 32 sem fengu greiðslu frá ríkinu lægri bætur en þeim voru dæmdar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Fórnarlömb ofbeldismanna verða af stórum hluta þeirra miskabóta sem þeim hafa verið dæmdar. Ástæðan er sú að brotamennirnir eru í flestum tilfellum eignalitlir eða eignalausir og fellur þá bótagreiðslan á ríkissjóð. Þar sem miskabætur sem ríkið greiðir hafa ekki hækkað síðan þær voru teknar upp fyrir áratug munar oft miklu á dæmdum bótum og bótagreiðslum. Helga Leifsdóttir réttargæslumaður gagnrýnir að miskabætur hafi ekki hækkað og segir þær miskabætur sem ríkið greiði of lágar. Að auki séu þær ekki í takt við dóma um hærri bótagreiðslur til þolenda ofbeldismanna. Helga segir ríkið greiða allt að 600 þúsund krónur í miskabætur. Eðlilegast væri að ríkið ábyrgðist niðurstöðu dómstóla að fullu. Í það minnsta ætti að horfa til alvarleika brots og alvarlegra afleiðinga fyrir andlega heilsu tjónþola og greiða bætur í samræmi við það. "Algengt er að miskabætur fyrir nauðgun séu um milljón og yfir. Því miður eiga ofbeldismenn í nær öllum tilvikum hvorki eignir né fé til að greiða kröfurnar," segir Helga. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Þorsteinn Davíðsson, segir ekki í skoðun innan ráðuneytisins að hækka bótagreiðslur frá ríkinu enda hafi heildarupphæðin farið stigvaxandi frá upptöku laganna. Helga er réttargæslumaður þriggja barna Sri Rahmawati sem myrt var af Hákoni Eydal. Að dómi gengnum í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði verjandi Hákonar hann ekki geta greitt þær metskaðabætur sem börnum Sri voru dæmdar. "Miðað við þau lög sem nú eru í gildi fá börnin einungis sex milljónir bættar af þessum 22 milljónum sem þeim voru dæmdar," segir Helga. Þau fái hvert sex hundruð þúsund krónur í bætur vegna miska en einnig misjafnlega háa greiðslu vegna móðurmissisins: "Yngsta barnið fær tvær og hálfa milljón vegna missis framfæranda. Þær duga ekki sem lágmarksmeðlagsgreiðslur fyrir það til átján ára aldurs." Á árunum 1996 til 2002 fengu 23 af þeim 32 sem fengu greiðslu frá ríkinu lægri bætur en þeim voru dæmdar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira